Skírnir - 01.01.1948, Side 36
34
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
ekki óljósari en svo, að hann geti ekki með réttu talizt
gefa tilefni til sumra þeirra furðulegu skýringa, sem kom-
ið hafa fram um hann. Hitt er annað mál, að við hefðum
óskað þess, að gerr hefði verið sagt frá mörgu. Orðin:
„gþrða ek fyrst byskupum órum“ eru ljós svo langt sem
þau ná, en þau svala ekki forvitni okkar. Hvaða atvik
liggja hér bak við? Hverjar eru ástæður þess, að bókin
var rituð? Var hún rituð að beiðni biskupanna og í sam-
bandi við kristnirétt þeirra, sem eins konar söguleg
skýrsla um upphaf og breytingar laga og upphaf og efl-
ingu kristninnar, eins og Halldór Hermannsson og Guð-
mundur Finnbogason hafa talið? Eða var hún eins konar
erfðaskrá frá tíma Gizurar biskups ætluð hinum nýju
biskupum ? Þetta gæti gefið tilefni til ýmissa hugleiðinga,
sem skemmtilegar væru, en hér er torvelt að festa hendur
á skýrum rökum, og því tek ég þann kost að fjölyrða ekki
meira um það.
Hér er ekki stund til að taka til athugunar hvert orð
formálans né skýringar manna á þeim. Ég læt mér nægja
að geta þess, að langeðlilegast virðist að skilja formálann
svo, að í hinni fyrri gerð íslendingabókar hafi verið kon-
ungaævi og ættartölur, sem sleppt hafi verið í seinni gerð-
inni. Að öllu öðru leyti hafi síðari gerð bókarinnar verið
ítarlegri og greinilegar sagt frá þeim efnum, sem fjallað
var um í báðum gerðum.1)
1 fornritum er á fjölmörgum stöðum vitnað til Ara
fróða eða fyrir koma klausur eða kaflar, sem af einhverj-
um ástæðum verður að eigna honum. Mikill hluti þessara
tilvitnana á ekki við Islendingabók þá, sem nú er varð-
veitt. En þá hugði Maurer, Finnur Jónsson og margir
1) Sbr. orðin: ok jókk því er mér varð síðan kunnara ok nú er
gerr sagt á þessi en á þeiri. — Flestir eða allir skýrendur og þýð-
endur hugsa sér setningarnar ‘mér varð síðan ...’ og ‘nú er gerr ...’
hliðstaeðar tilvísunarsetningar, báðar tengdar við aðalsetninguna
á undan með orðinu ‘er’: ég jók því, sem mér varð síðan kunnara
og sem þessi bók hefur fram yfir hina. Þetta er þó tvítekning sömu
hugsunar, og óhugsandi virðist ekki, að þagnarmerki eigi að vera á
eftir ‘kunnara’ og síðasta setningin sjálfstæð aðalsetning.