Skírnir - 01.01.1948, Síða 38
36
Einar Ól. Sveinsson
Skirnir
hans. Það er því léttúð að rengja Hauk nema mjög sterk
rök mæli í gegn orðum hans.
Þó að einkennilegt kunni að virðast, veitir það, sem
segir af Kolskeggi fróða, mesta vitneskju um uppruna
Landnámu, og vitum við þó ekkert um þann mann nema
ætt hans og uppruna. Hann var Austfirðingur og hefur
eftir ættartölum verið samtíðarmaður Ara, eitthvað eldri.
Nú er svo háttað í Landnámabókum, að milli Breiðavíkur
og Húsavíkur á Austfjörðum standa þessi orð: Nú hefir
Kolskeggr fyrir sagt heðan frá um landnám. Væntanlega
á þetta við um það, sem eftir er af Austfirðingafjórðungi.
Þessi landnámaþáttur Kolskeggs er óhugsandi nema hann
sé saminn sem partur úr Landnámabók íslands, sem þá
sé verið að vinna að eða Kolskeggur hyggi verið að vinna
að. Nú má vel vera, að Kolskeggur hinn fróði sé hvata-
maður og upphafsmaður að ritun Landnámu, hver kann
að segja um það? Hitt er þó líklegra, að það sé ekki, og
hver er þá líklegri til þess en einmitt Ari fróði, sem fékkst
við ritun þess háttar fróðleiks, svo sem íslendingabók
sýnir. Að minnsta kosti virðist hann eiga þátt í henni.
Fyrir því höfum við orð Hauks. Á það bendir líka, að þrír
kaflar Landnámu verða með vissu raktir til hans, sam-
kvæmt tilvitnunum eða af því mark hans er á þeim, það
er frásögnin af landnámi Ketilbjarnar gamla og Reyknes-
inga og um för skipa til Grænlands.
Þetta mál, þáttur Ara í ritun Landnámu, hefur verið
mjög umdeilt. Konrad Maurer, Finnur Jónsson og margir
fleiri hafa neitað, að hann eigi nokkuð í Landnámu. Veiga-
mest rök fyrir hlutdeild hans í henni hefur Björn M. Ól-
sen fært. Á síðari tímum hafa Jón Jóhannesson og Barði
Guðmundsson stutt þessa skoðun. Ýmis vandamál eru við
þetta tengd. Þannig hefur Ólafur Lárusson bent á, að veil-
ur séu í staðþekkingu Landnámu á Snæfellsnesi.
Ef ég ætti að láta í ljós skoðun á þessum efnum, þá
virðast mér rökin fyrir hlutdeild Ara í Landnámu full-
nægjandi. Hitt sýnist mér enn sem komið er ekki vera út-
kljáð, hvort Ari hafi samið, fullsamið Landnámu, eða