Skírnir - 01.01.1948, Page 40
38
Einar Ól. Sveinsson
Skímir
semdi úr því samfelld verk. Nú förum við að skilja betur,
að Snorri talar um bækur Ara, og Oddur munkur slíkt hið
sama. Og nú förum við að skilja betur orð höfundar hinn-
ar fyrstu málfræðiritgerðar, sem skrifuð mun um miðja
12. öld; hann er að telja upp það, sem skráð hafi verið á
íslenzku og nefnir þýðingar helgar, lög og áttvísi, og „þau
in spakligu frœði, er Ari Þorgilsson hefir á bœkr sett“.
Ekki ein bók, Islendingabók, heldur fræði í fleirtölu, sem
Ari setti á bækur. — Þessi orð bera líka með sér, að mönn-
um hefur þótt Ari bera höfuð og herðar yfir aðra fræði-
menn á fyrra hluta 12. aldar, þá er á íslenzku rituðu.
Ég hef stiklað á stóru um rit Ara og verið eins gagn-
orður og með góðu móti varð við komið.
Þó að telja megi víst, að Ari hafi ritað fleira en Islend-
ingabók, verður þó að leggja hana til grundvallar, þegar
reynt er að gera sér í hugarlund rithöfundinn Ara fróða.
Islendingabók er samin, að því er virðist, milli 1122 og
1133. Kalla má, að hún sé fyrsta ritverk samið á íslenzku,
ef við leggjum í svipinn í orðið ritverk merkinguna rit,
sem er lífræn heild, með föstum þræði, upphafi, megin-
hluta og endi, svo að notuð séu orð Aristotelesar. (Áður
hafa sjálfsagt verið til þýðingar á einhverjum prédikun-
um og dýrlingasögum, sennilega ættartölur og vissulega
lagaþættir.) En hverjar eru nú rætur þessa fyrsta íslenzka
ritverks, hvernig varð það slíkt sem það er?
Að formi til gat það, sem áður var skráð á íslenzku, lítt
eða ekki verið til fyrirmyndar, þegar Ari samdi Islend-
ingabók. Ættartöluklausur bókarinnar einar eiga að sniði
til rætur að rekja til eldri ættartalna. En snið bókarinnar,
með formála, efnisyfirliti, skiptingu efnis í kapítula og
loks tveimur latneskum yfirskriftum, er ekki fundið upp
af Ara, heldur fylgir hann ritvenju hinna alþjóðlegu,
latnesku bókmennta miðaldanna.
Það væri freistandi, þegar um slíka frumsmíð í bók-
menntum þjóðar er að ræða, að leita fyrirmyndar einnig
að öðrum einkennum bókarinnar í útlendum ritum, frá-