Skírnir - 01.01.1948, Qupperneq 41
Skirnir
Á ártíð Ara fróða
39
sagnarhætti, sagnfræðilegum aðferðum og stefnu. Hvaða
rit þekkti þá Ari?
Telja má víst, að hann hafi þekkt hið latneska sögurit
vinar síns Sæmundar fróða, sem nú er týnt. Af því má
hann vel hafa lært að gefa bók viðunandi form, en ég ef-
ast nokkuð um það, hvort hann hefur lært sagnfræði af
þeirri bók. Ari hefur vissulega þekkt Biblíuna, og í henni
eru merkileg sagnarit gædd mikilli sagnalist; en ekki kem
ég auga á neitt í íslendingabók, sem rakið verði í þau
sagnarit, hvorki sagnfræðilegt sjónarmið né sögulist. Vel
má Ari fróði hafa þekkt Díalóga Gregoríusar páfa hins
mikla, á það gætu bent orð hans um Isleif biskup: En es
þat sá höfðingjar ok góðir menn, at ísleifr vas myklu
nýtri en aðrir kennimenn, þeir es á þvísa landi næði, þá
seldu honum margir sonu sína til læringar ok létu vígja
til presta; þeir urðu síðan vígðir tveir til byskupa, Kollr,
er var í Vík austr, ok Jóan at Hólum — sbr. orð Gregoríus-
ar: Cum sanctus vir diu eadem solitudine virtutibus sig-
nisque succresceret, multi ab eo in eodem loco ad omnipo-
tentis Dei sunt servitium congregati . . . Cœpere autem
tunc ad eum Romanæ urbis nobiles et religiosi concurrere,
suosque ei filios omnipotenti Deo nutriendos dare, og síð-
an eru tveir lærisveina hans nefndir.1) Gregoríus nefnir
stundum heimildarmenn, en þar með held ég líka sé upp
talið, sem svipað er í aðferðum og stefnu þessara rita.
Af útlendum höfundum, sem hugsanlegt væri, að Ari
hefði þekkt, mundi ég helzt telja Beda prest hinn fróða,
sem íslendingar nefndu svo, víðkunnan höfund á miðöld-
um. Ef Ari hefði þekkt verk hans, held ég honum hefðu
fallið þau mjög vel í geð. Af miðaldasagnaritara er hann
óvenjulega algáður og gætinn. Eigi að síður ber þó all-
mikið á jarteiknasögum hjá honum, og sagnakönnun hans
stendur ekki á sporði sagnakönnun Ara. Á tveim stöðum
segir hann ljósum orðum, hvað sé boðorð sagnfræðinnar,
vera historiae lex, en það er að herma vulgi opinio, það
1) Migne, Patrologia latina, Vol. 66, 140.