Skírnir - 01.01.1948, Blaðsíða 42
40
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
sem almennt er talið rétt, almennings sögn, síðari tímum
til lærdóms.1) Ari leitar aftur á móti hins einstaka heim-
ildarmanns, sem hefur skilyrði til að vita betur en al-
menningur.
Við vitum ekki, hvort Ari þekkti rit Gregoríusar páfa
eða Beda prests, en hann vitnar sjálfur í fslendingabók
til rits, sem hann hefur lesið. Það er saga Játmundar hins
helga. Menn hafa bent á, að hér muni átt við Vita Sancti
Edmundi eftir Abbo af Fleury (d. 1004).2) Hvernig er
nú þetta rit? Efnislítið, mærðarmikið, fullt af óbótaskömm-
um um víkinga, og er sumt af því vitleysa, eins og að
Norðurlandabúar hafi verið mannætur. Ritið líkist helzt
nokkuð æstum pólitískum blaðagreinum nú á dögum. Hvað
lærði Ari fróði af þessu? Ekkert, nema eina staðreynd:
písl Játmundar konungs og nöfn þeirra, sem að henni
stóðu.
Þetta var græna tréð, eina ritið, sem vitnað er til í fs-
lendingabók. Ég gæti farið lengra út í þessa sálma, en
þess gerist ekki þörf. Niðurstaða mín er þessi: Enn sem
komið er, virðist mér ekki hafa tekizt að skýra sagnfræði-
lega stefnu Ara fróða með þekkingu hans af útlendum
höfundum.
Mér koma í hug orð Goethes:
Nach ewigen, ehernen,
grossen Gesetzen
1) „Lectoremque suppliciter obsecro, ut si qua in his quæ scripsi-
mus aliter quam se veritas habet posita repererit, non hoc nobis
imputet, qui quod vera lex historiæ est, simpliciter ea quæ fama
vulgante collegimus ad instructionem posteritatis literis mandare
studuimus,“ form. Kirkjusögunnar, Migne: Patrologia lat. 95, 24;
„Neque enim oblitus evangelista, quod eam de Spiritu Sancto con-
cepisse et virginem peperisse narrarit, sed opinionem vulgi expri-
mens, quæ vera historiæ lex est, patrem Joseph nuncupat Christi,11
skýringar við Lúkas, Migne, Patrologia lat. 92, 345.
2) Móti þessu mælir, að í texta Mignes, Patrologia latina 139,
507 o. áfr., af þessu riti vantar ártal píningar Játmundar (en ártíð
hans er nefnd, í lok 10. kap.). En ártalið gat mæta vel verið í hand-
riti Ara.