Skírnir - 01.01.1948, Síða 43
Skímir
Á ártíð Ara fróða
41
miissen wir alle
unseres Daseins
Kreise vollenden,
samkvæmt eilífum, óbrigðulum, miklum lögmálum verð-
um við að renna hringrásir tilveru okkar.
Var afrek Ara fróða tilviljun, stafaði það aðeins af
vitsmunum hans sjálfs og tortryggni og ekki öðru? Óhugs-
andi væri það ekki. En þegar ég athuga íslendingabók,
finnst mér þó hitt heldur, að í starfi Ara hafi ríkt mikil-
fengleg lögmál, svo að þar sé ekkert af tilviljun. Til þess
að sjá þetta skulum við athuga nokkuð það þjóðfélag, sem
hann lifði í, og menningu þess.
Franski heimspekingurinn Hippolyte Taine reyndi að
sýna, hvernig bókmenntir og listir fengju samkvæmt nátt-
úrunnar lögum svip og mót þess menningarlega og þjóð-
félagslega jarðvegs, sem þær væru sprottnar upp úr.
Hann greinir í sundur ýmsa þáttu í þessari mótun, ýmis
öfl, la race: ættstofninn, le milieu, umhverfið, og le moment,
tímann. Auk þess leggur hann mikið kapp á að finna það,
sem hann kallar le caractére essentiel, aðaleinkenni verks-
ins. Þetta síðasta getur þó, þegar svo ber undir, farið líkt
og þegar skessan var að koma dóttur sinni í skóinn henn-
ar Mjaðveigar, það varð að höggva af hæl og tá. Aftur
hefur athugun tengslanna við menningu og þjóðfélag allt-
af sitt fulla gildi, svo langt sem það nær. En þegar um Ara
fróða er að ræða, er engu líkara en þetta rannsóknarkerfi
allt sé beint skapað til skýringar og skilnings á honum og
verki hans.
Hvað ættstofninn snertir skal ég vera stuttorður, þar
er erfitt að festa hendur á neinu. Geta má þó orða sagna-
ritarans Freemans um Normanna, að þeir hafi að upp-
lagi jafnt verið hermenn og lagamenn. Island var vík-
inganýlenda, en víkingarnir voru neyddir til að stofna ríki
með lögum og rétti. Á íslandi gætir áhrifa spakra manna
frá upphafi. Heimildir um söguöldina segja að vísu mikið
frá herskáum mönnum, afrek þeirra þykja meira sögu-
efni en hinna, sem studdust við lögin og studdu lögin. En