Skírnir - 01.01.1948, Síða 46
44
Einar Ól. Sveinsson
Skirnir
Hann leitar samtíðarmanna og sjónarvotta; að öðrum
kosti minnugra manna og óljúgfróðra, sem talað hafa við
samtíðarmenn eða sjónarvotta. Eftirtektarvert er það,
sem hann segir af byggingu Grænlands: En þat vas, es
hann [Eiríkur rauði] tók byggva landit, fjórtán vetrum
eða fimmtán fyrr en kristni kvæmi hér á ísland, at því er
sá talði fyrir Þorkeli Gellissyni á Grœnalandi, er sjálfr
fylgði Eiríki inum rauða út. I stað þess að fara eftir áliti
almennings um þetta, t. d. vestan lands, þar sem minning-
ar um þetta hafa bezt haldizt, eða áliti t. d. Gizurar bisk-
ups eða annars kennivalds, fer hann eftir sögn minnugs
manns, sem styðst við orð manns, sem ekkert er frægur,
er ekki einu sinni nefndur á nafn, en hefur það til síns
ágætis að vera sjónarvottur. Og svo ákveður Ari tímann
ekki nánar en segja: fjórtán eða fimmtán. Að borið geti
við, að Ara verði á að fara eftir því, sem Beda nefndi
opinio vulgi, almenna sögn, í stað þess að yfirheyra vitni,
og að honum geti skjátlazt, er sjálfsagður hlutur og ekki
orða vert. óskeikul er aðeins dauð vélin.
Afrek Ara er því meira fyrir augum sem betur er at-
hugað eðli sögunnar. Missagnir, ýkjur, ranghermi er hið
eðlilega ástand minninganna um liðna atburði. Missagn-
irnar sitja ár og* síð um sagnaritarann. Og grandleysi
gagnvart þessu er eðlilegt ástand sagnaritara. Skilningur
á nauðsyn gagnrýninnar er afrek, sem oft þarf langan
undirbúningstíma. Hér studdist Ari við hina fróðu og
spöku menn. Þeir voru ekki aðeins varðveitendur, heldur
engu síður ruðningsmenn í frumskógi lyginnar.
Við komum nú að hinum þriðja þætti í kerfi Taine’s:
tímanum.
Ari var ekki aðeins í hópi höfðingja og fróðra manna,
hann var líka prestur. í því er margt fólgið. Það fyrsta,
sem ég skal nefna, er það, að Ari er læs og skrifandi, en á
þessum tíma er það ekki nema nokkur hluti höfðingja
(einkum hinir vígðu), fáeinir hinna fróðu manna. Það var
kristnin, sem færði þjóðinni bókagerð á íslenzku. Boðorð-