Skírnir - 01.01.1948, Blaðsíða 47
Skírnir
Á ártíð Ara fróða
45
ið: Farið út um allan heiminn og- prédikið gleðiboðskap-
inn allri skepnu — gerði trúboð og prédikun á máli allra
hinna mörgu þjóða að nauðsyn. Þannig gerði kristnin
hinar mörgu tungur að ritmáli, um leið og hún varðveitti
latínuna, arfinn frá Rómaveldi, sem alþjóðamál og helgi-
mál kirkjunnar. Eitt og annað var til skráð á íslenzku
áður en íslendingabók varð til. En hvað olli því, að Ari
valdi íslenzku og ekki latínu að skrifa á? Á tvennt má
benda. Annað er dæmi annara þjóða, sem rituðu á sína
tungu, og hygg ég raunar, að þar komi Engilsaxar einir
til greina sem fyrirmynd, og þó frekar þannig, að íslenzk-
um lærdómsmönnum var kunnugt um þá staðreynd, að
Engilsaxar rituðu á sína tungu fjölbreytt fræði — heldur
en hitt, að um áhrif frá einstökum ritum væri að ræða.
Hin ástæðan er innlend. Á Islandi vantaði stétt til að
halda uppi sagnaritun eða öðrum vísindum á latínu.
Klerkastéttin var þá algerlega óaðgreind frá öðrum stétt-
um þjóðfélagsins, og latínumennt hennar hefur sjálfsagt
verið mjög misjöfn. Um kunnáttu Ara í latínu vitum við
ekkert, hún má hafa verið bjargleg eða ágæt. En að skrifa
á latínu á Islandi á þessum tíma var sama sem að tala við
sjálfan sig. En fræðum skráðum á íslenzku var óðara tek-
ið tveim höndum af öllum hinum spöku og fróðu mönnum.
Og því varð íslendingabók á íslenzku, ritið, sem skar úr
um það, að íslenzkar fornbókmenntir, í þeirri mynd sem
við þekkjum þær, urðu til, heil, fullkomin spegilmynd af
menningu og lífi og anda þjóðarinnar í fornöld og undir-
staða ekki aðeins menningar hennar á ókomnum öldum,
heldur og tilveru hennar.
Ef við athugum íslendingabók, finnum við margt, sem
kemur heim við það, að prestur haldi'á pennanum. Lengstu
kapítularnir eru um kristnitökuna og Gizur biskup, meira
en helmingur bókarinnar er um Island í kristnum sið og
fjallar aðallega um biskupana og starf þeirra. Og frá-
sögnin er öll með þeim hætti, að sjá má, að höfundi hafa
þótt þetta skapleg bókarlok. — Hve víða prestleg áhuga-
mál geta komið fyrir, sýnir 4. kap., af missiristali. Tíma-