Skírnir - 01.01.1948, Blaðsíða 48
46
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
talsfræði eða rímfræði var nauðsynleg fræðigrein kirkj-
unnar mönnum, án hennar var ekki unnt að halda hátíðir
á réttum tíma. Hér fellur sá áhugi í faðma við hnýsni og
athugun hinna spöku manna á fyrirbrigðum náttúrunn-
ar. Loks gætir enn í þessum kapítula, og sennilega án þess
Ari átti sig á því, ættrækni hans.
Enn eitt merki prestsins Ara skal ég nefna. í biskupa-
ættunum aftan við íslendingabók er kross yfir einum
manni í hverri af þremur ættanna, Síðu-Halli, Þórði hest-
höfða og Guðmundi ríka. Þetta er í báðum handritum séra
Jóns í Villingaholti og hefur því verið í skinnbókinni, sem
hann skrifaði eftir. Enginn eftirritari dettur ofan á slíkt
sem þetta, og er það því eflaust úr handriti Ara sjálfs.
Hvað táknar þessi kross? Sjálfsagt, að sá sem krossinn
er við, varð fyrstur til að taka kristni og skírn í þeirri ætt.
Þessir krossar tala sínu hljóðláta máli um gleði Ara vegna
kristninnar og snertir hjarta manns meir en mikil mælska.
Ég minntist á áhrif prédikunarinnar áðan. En þau eru
margbreytileg og eiga sér líka skuggahliðar. Prédikun er
sunnudagsorð, rúmhelga orðið er áróður. Mikið af sagna-
ritum miðalda ber þess ljós merki að vera orðin til í skugga
prédikunarstólsins, frekar öllu þó dýrlingasögur og pre-
látasögur; en einmitt slík rit urðu helzt á vegi Islendinga
á þeim tíma. Við, sem lifum á tímum, sem eru tröllriðnir
af áróðri, vitum mæta vel, hver áhrif áróðurinn getur haft
á sannindin. Þar ræður sjálfsagt ekki mestu vísvitandi
hneigð til ósanninda (sem er þó ekki óþekkt fyrirbrigði
hjá mannkindinni), heldur það, sem kallað er í Sólarljóð-
um vil og dul, hneigðin til að trúa því, sem menn vildu að
væri satt.
Ari aðhyllist sömu trúarbrögð og höfundur dýrlinga-
sögunnar, en hann er af öðrum anda. Hann er líkur sum-
um kaþólskum fræðimönnum síðari alda, sem eru sann-
trúaðir menn, en reyna eftir mætti að höggva niður villi-
gróður dýrlingasagnanna. Vera má, að hann hafi fengið
uppörvun af því að lesa verk einhvers hinna gætnari út-