Skírnir - 01.01.1948, Síða 49
Skirnir
Á ártið Ara fróða
47
lendu höfunda, en eins og ég lýsti áöur, á afstaða hans
sjálfsagt fyrst og fremst rætur að rekja til umhverfisins.
Ef til vill er vert að rekja sig ögn lengra eftir þessari
slóð. Prédikun Ara er aðeins fólgin í hlýju orðfærisins,
þegar hann segir frá staðreyndum. Þó að hann hafi lesið
áróðursrit um dýrlinga, er ekki sjáanlegt, að hann hafi
freistazt neitt til að fara eins að. Það er eins og hann
finni ekki, að árekstur geti orðið milli prédikunarinnar
og leitarinnar að sannleikanum, né milli útlends hugsunar-
háttar og hinna innlendu fræða. Hvaðan kemur Ara þessi
friður hjartans, eða réttara sagt: hvernig fær hann varð-
veitt þann frið milli þeirra andstæðna, sem okkur má virð-
ast þar sem hann er staddur? Hvaðan er íslendingabók
komin hin skýlausa heiðríkja, sem er jafnmikil, þegar sagt
er frá heiðnum mönnum sem kristnum ? Mönnum kann að
þykja einkennilegt svarið: Frá biskupunum ísleifi og Giz-
uri og kristni þeirra. Ögn nánari skýring á þessu verður
síðasta atriðið, sem ég tek til athugunar, og síðasti hlekk-
urinn í þeirri festi, sem ég hef verið að reyna að setja
fyrir sjónir áheyranda minna.
Gizur biskup hitti í vígsluferð sinni Gregoríus páfa hinn
sjöunda. Þá lék öll kristnin á reiðiskjálfi af baráttu páfa
og keisara. Hinn mikli stríðsmaður kirkjunnar vildi gera
veraldarhöfðingja sér undirgefna, ríkið undirgefið kirkj-
unni. Ég fæ ekki séð, að Gizur biskup hafi lært neitt af
hinum stórbrotna páfa. Hann ætlaði sér að vísu að halda
áfram verki föður síns að kristna þjóðfélag hins litla lýð-
veldis norður hér, sem honum var falið, en markmið hans
og leiðir eru aðrar en páfans. Hér er ekki stund til að ræða
ástæður þess. Aðferð hans má helzt lýsa með því að nota
líkingu Páls postula um súrdeigið, sem sýrir allt deigið,
aðeins í annari merkingu en postulinn hafði í huga, í góðri
merkingu. Gizur biskup vildi gagnsýra með kristni allt
þjóðfélagið, á friðsamlegan hátt, en rækilega. Heimildir
um þennan tíma sýna, að honum hefur tekizt starf sitt
furðulega vel; rannsakandanum verður jafnvel stundum