Skírnir - 01.01.1948, Page 50
48
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
fyrir, þegar hann athugar þær, að spyrja sjálfan sig:
Hvernig má þetta vera svona?
Islenzk kristni þróast áfram á braut Gizurar þangað til
seint á 12. öld, þegar til sögunnar koma menn, sem heimta
kirkjulegan einstefnuakstur, Gleichschaltung, eins og í
útlöndum. Þegar ég ber 12. öldina saman við þann tíma,
þegar mest kveður að þessum mönnum, t. d. tíma Árna
biskups Þorlákssonar, þegar hirðarnir í kirkju guðs á ís-
landi deila við hjörðina, ekki um trúna, ekki um siðferðið,
heldur um mammon, þá verður vogarskál 12. aldarinnar
miklu þyngri í mínum augum.
12. aldar kristnin andar móti okkur í hómilíubókinni,
Harmsól Gamla kanoka og öðrum elztu helgikvæðum, hin-
um elztu máldögum, í þessari kristni er drottinn ekki í
storminum né landskjálftanum, heldur í hinum blíða blæ;
djúp einlægni, karlmannaleg mildi, heiðríkja og birta og
samræmi fyllir allt hér; trú og mennt tengjast saman, er-
lent og innlent, á einkennilega hljóðlátan hátt og þó styrk-
lega; það er eins og andstæðurnar — sem vissulega eru
alltaf til og voru þá nógar — hverfi. Við þessi skilyrði
verður Islendingabók til. Við þessi skilyrði dafna innlend-
ar bókmenntir, svo að þær eru orðnar nógu sterkar, þegar
stormurinn skellur á.
Ari er brautryðjandi og byrjandi. Frásögn hans hefur
vissulega sína töfra. En eins og eðlilegt er, læra þeir, sem
á eftir honum koma, betur að beita pennanum. Þeir læra
að láta lesanda eða áheyranda sjá atburði gerast, þeir læra
að láta hann finna straumþunga atburðanna. Margur
þeirra verður í djúpi hugans kænn að kafa, margur kann
furðulega vel að lýsa mönnum. Þannig þróast listin.
Vegir listarinnar eru margvíslegir, hún getur bæði far-
ið loft og lög, og hún fer ekki alltaf vegu sannleikans. En
þegar hinir fornu höfundar tældust í vímu listarinnar út
á glapstigu, hljómaði í eyrum þeirra rödd Ara fróða. Sum-
ir þeirra gerðu hann að leiðsögumanni sínum í leitinni
að sögulegum sannindum. Það gerði Snorri sjálfur, um
leið og hann aðhylltist hina beztu list samtímans. Hjá öðr-