Skírnir - 01.01.1948, Side 58
66
Jón Helgason
Skírnir
njósn, hittist af tilviljun og búist þá fyrst til bardaga er
hvor sér til annars. Aðrir hafa haldið að hvorttveggja
herliðið sé þegar í orustu, og meðan hún geisi ríði þessir
tveir kappar hvor móti öðrum; kviðan segi aðeins frá
einu atviki úr miklum bardaga, líkt og þegar Hómer segir
frá fundi þeirra Glákosar og Díómedesar. Enn hefur þess
verið tilgetið, sem líklegast virðist, að samkomulag hafi
orðið að tveir menn berjist, hvor úr sínum her (og skuli
þá einvígi þeirra ráða úrslitum?); séu þeir Hildibrandur
og Höðbrandur tilnefndir, eða ef til vill séu þeir herfor-
ingjar og því sjálfkjörnir; en herinn standi bak við og
horfi á. íslenzkum lesanda kemur til hugar atburður sem
séra Jón Egilsson segir í Biskupa annálum að gerzt hafi
á alþingi 1527. ögmundur biskup Pálsson og Jón biskup
Arason hittust þar, báðir með her manns, og var við sjálft
að þeim lysti saman, en „góðir menn áttu þá hlut í með
þeim og sættu þá, og skyldi sinn mann fá til hvor þeirra,
og þeir tveir skyldu ganga á hólm í Öxará og berjast“.
Á undan bardaganum hafast kapparnir orð við. Hildi-
brandur er þaulkunnugur í heimalandi sínu, þó að langt
sé umliðið, að minnsta kosti meðal eldri kynslóðarinnar,
og spyr andstæðing sinn að ætterni (13-26. vo.). Höð-
brandur kveðst vera Hildibrandsson og segir sögu föður
síns eins og hann hefur heyrt hana, kveðst hafa verið á
barnsaldri er hann veik úr landi, og telur víst að hann sé
nú dáinn (27-58. vo.). Hildibrandi er nú ljóst að sá sem
býst til vígs gegn honum er einmitt sonur hans sjálfur, og
vill gefa honum grip (59-70. vo.). En Höðbrandur trúir
honum ekki, heldur vænir hann þess að hann ljúgi til nafns
og vilji svíkja sig (71-88. vo.). Nú kemur langt tilsvar
Hildibrands (89-124. vo.), þar sem hann harmar þá ógæfu
að hljóta að berjast við son sinn, en sér hins vegar ekkert
undanfæri. Síðan er sagt frá upphafi bardagans (125-
135. vo.), en þar þrýtur kvæðið.
Fáeinir staðir og sum orðatiltæki hér að framan munu
þykja þurfa skýringa við, bæði þar sem gripið hefur verið
til fornyrða sem þóttu eiga heima í kvæði sem þessu, og