Skírnir - 01.01.1948, Page 59
Skímir
Hildibrandskviða
57
þar sem orð eru tekin eftir þýzka frumtextanum (við slík
orð er hér á eftir sett Þ í svigum).
I. Heyrða, eg segja (Þ): sama upphaf og í Oddrúnar-
gráti; þaðan er tekið næsta vísuorð, sem vantar í frum-
textann.
9. gunnhami (Þ): brynjur.
II. yfir hringa (Þ): utan yfir hringabrynjurnar.
16. Vísuorðið er fyllt eftir gátu, en felst í því orði frum-
kvæðisins sem þýtt er ‘eldri’ í 15. vo.; það orð er heroro,
miðstig af her, sama orð og hár í íslenzkum kvæðum forn-
um: að hárum þul hlæðu aldregi. í einni vísu í Ásmundar
sögu kappabana (sbr. 4. kafla þessarar ritgerðar) er nefnd-
ur „inn hári Hildibrandur Húnakappi“.
17. fjörs fróðari (Þ): eldri og reyndari (fjör: líf).
20-21. hver fira (manna) mun eiga saman.
25. knapi er orð sem að vísu fer ekki alls kostar vel í
þessum stíl, en ekki völ á öðru skárra. Frumkvæðið hefur
chind (barn), og er heldur stríðnislegt ávarpsorð við al-
vopnaðan hermann á fertugsaldri.
26. jörmunþjóð (Þ), sbr. jörmungrund í Grímnismál-
um um vítt land.
41. búr (Þ) um vistarveru kvenna, eins og í eddukvæð-
um: Mær var eg meyja, móðir mig fæddi, björt í búri (Guð-
rúnarkviða II), Brynhildur í búri borða rakti (Oddrúnar-
grátur).
45. þarfnaðist er tvírætt: 1. Þjóðrekur þurfti Hildi-
brands nauðsynlega við í útlegðinni þar sem hann var
sviptur frændstyrk sínum (hann í 48. vo. á þá líklega við
Þjóðrek). — 2. Þjóðrekur varð að vera án Hildibrands
(sbr. t. d. í fyrstu málfræðiritgerðinni: ‘þeirra stafa má
þarfnast, ef vill, í voru máli’, þ. e. vera án þeirra); þá hafa
þeir orðið viðskila hvor við annan er báðir voru flúnir úr
landi (hann í 48. vo. getur þá átt við hvorn þeirra sem
er). — Hvortveggja skilningurinn hefur verið lagður í
frumkvæðið hér. — 52. vo. er afbakað í frumtextanum,
en sú leiðrétting sem hér er fylgt styðst við fyrri skýring-
una.