Skírnir - 01.01.1948, Page 61
Skírnir
Hildibrandskviða
59
brandur, hafi verið landflæmdur. Ræða Hildibrands (91-
124. vo.) er merkilega löng hjá því sem annars tíðkast í
fornum hetjukvæðum og auk þess þrisvar sagt frá hver
tali (89-90, 97, 115). Mönnum hefur þá dottið í hug hvort
tvö tilsvör Höðbrands kunni að hafa gleymzt úr, á eftir
96. og 114. vo., eða í annan stað hvort 91-96. vo. eigi í
raun réttri heima á eftir 114. vo. og skuli þá lögð Höð-
brandi í munn.
110. eljan (Þ): þróttur (algengt orð í fornu máli).
114. rétt skilja sumir svo að átt sé við rétt hins sterk-
ara; aðrir halda að með einvíginu sé höfðað til æðri mátt-
arvalda, er láti þann sigra sem betri hafi málstað.
118. alls: úr því að (fornt).
119. grimmrar gunnar tekur upp vígs í 117. vo.
125 o. áfr. Bardagalýsingin er ekki ljós í frumkvæðinu.
Hér er fylgt þeim skilningi að þeir skjótist fyrst á spjót-
um en berjist síðan í návígi. Aðrir hafa skilið svo að þeir
hleypi saman hestunum og leggi hvor til annars, en hlaupi
síðan af baki og taki til sverðanna. Til samanburðar hef-
ur þá verið vitnað í Þiðriks sögu, sem að vísu er miklu
yngri heimild og gerir ráð fyrir annars konar bardaga-
aðferðum. Þar berjast þeir Hildibrandur og Alibrandur
(sjá hér á eftir) fyrst á hestbaki en síðan á fæti. Þar er
einnig sagt frá því er Heimir skorar á Þiðrik til einvígis,
„og beri sá í brott hvortveggja vopn er meiri maður er
og fræknari verður þá er reynt er“ (sbr. 120-24. vo. kvið-
unnar); þeir ríðast að tvívegis og leggja spjóti hvor í ann-
ars skjöld án þess að festi, en í þriðju atlögu bresta spjót-
sköftin sundur; þá stíga þeir af hestunum „og bregða
sverðum og ganga saman og berjast bæði lengi og hraust-
lega“.
126. askar (Þ): spjót skeft með askviði (eins og í forn-
um skáldskap íslenzkum).
130. steinborS er vafasamt (staimbort Þ), en merkir,
ef rétt er, skjöld. Þess er oft getið að skildir voru steindir
(málaðir): steind rönd, Þrúðar þjófs iljablað hreingróið
steini. Meðal gersema er Bjarni biskup Kolbeinsson í Orkn-