Skírnir - 01.01.1948, Page 63
Skírnir
Hildibrandskviða
61
eftir, erfingi,
er eg eiga gat,
óviljandi
aldurs synjaðag,
(hlíf: skjöldur; tigar ens átta þ. e. á áttunda tug; eftir-
erfingi hafa sumir skilið sem eitt orð: sá er arf tekur eftir
annan, sbr. E. A. Kock: Fornjermansk forskning § 33).
Saxi hinn danski segir í Danmerkursögu sinni (nálægt
1200) sömu söguna í aðaldráttum, þó að mörgum atriðum
mismuni. Hálfbræðurnir heita þar Hildigeir (Hildegerus)
og Hálfdan (Haldanus). Hildigeiri er kunnugt um frænd-
semi þeirra og vill komast hjá að þeir berjist, en Hálfdan
fellir kappa hans unnvörpum, og að lokum getur Hildigeir
ekki skorazt undan. í bardaganum fær hann banasár og
kveður þá kvæði. Það er auðséð að Saxi hefur þekkt vís-
urnar hér að ofan, en hann teygir þær og lengir eins og
hans er siður, er hann snýr norrænum erindum í latnesk
hexametur. Þau orð Hildigeirs er til vísnanna svara mætti
íslenzka á þessa leið:
Hér er við höfuð mér reist sú hlíf er í Svíþjóð var smíðuð.
Skreytt er hún mjög og skyggð og skipt í fjölbreytta reiti.
Afrek mín birtast þar öll með íþrótt sýnd sem í skuggsjá.
Fjandmenn sem ég hef fellt og firðar sem rænti ég lífi,
víg sem um aldur ég vann og verk míns arms þess ins hægra
sjást þar í marglitri mynd; en í miðið er líking míns sonar
ger svo að glöggt má sjá og grafin af frábærum hagleik.
Endaðist æviskeið hans, og olli hönd mín því verki.
Einn var hann okkar bur og erfingi; hann var síns föður
eftirlæti og ást, og yndisbót sinnar móður.
Hildibrandur hefur sjálfur óviljandi banað syni sínum
sem hann unni, — þetta er mergurinn málsins í vísunum
bæði eins og þær hljóða í sögunni og hjá Saxa. En tildrög
þessa óhappaverks eru á báðum stöðum fallin í gleymsku.
Saxi nefnir þau ekki einu orði, sagan bjargast við hálfgerða
vandræðaskýringu. í stað hinnar fornu harmsögu er tengd
var við Hildibrand er komin önnur, sem þó er í sumum