Skírnir - 01.01.1948, Page 66
64
Jón Helgason
Skímir
Á ofanverðri 5. öld var uppi germanskur herforingi
sem nefndur var á latínumáli Odoaker, en á fornþýzku
Otacher, á vora tungu Auðvakur ef nafnið væri til. Auð-
vakur brauzt til valda á Italíu árið 476 og steypti af stóli
þeim keisara sem þar var fyrir. Þann atburð hafa sumar
sagnabækur látið ráða aldahvörfum: fornöld er á enda,
miðöld tekur við.
Tólf árum síðar kom til Italíu austurgotneskur her und-
ir forustu Þjóðreks, er latínumenn nefndu Theoderieus,
og sótti á hendur Auðvakri; hann hörfaði inn í Ravennu,
en Þjóðrekur sat í þrjú ár um borgina. Þá gaf Auðvakur
upp vörnina og var heitið griðum, en þau seldust ekki bet-
ur út en svo að Þjóðrekur sjálfur vann á honum. Þetta
var árið 493. Síðan ríkti Þjóðrekur til dauðadags (526)
og var kallaður hinn mikli.
Það átti fyrir Þjóðreki að liggja að öðlast mikið nafn
í hetjuskáldskap Þjóðverja, eins og bezt má sjá af Þiðriks
sögu, sem samin er upp úr þýzkum kvæðum (Þjóðrekur
og Þiðrik er hvorttveggja sama nafnið). En hlutverk hans
í skáldskapnum er næsta ólíkt því sem var í reyndinni,
enda ekki verkefni kvæða að rekja sannar sögur. 1 Hildi-
brandskviðu er það atriði eitt samkvæmt veruleikanum
að fjandskapur var með Þjóðreki og Auðvakri, en annars
má heita að sögunni sé snúið við. Kviðan lætur Þjóðrek
hafa flúið land fyrir Auðvakri ásamt Hildibrandi og mörg-
um mönnum öðrum, og vikið austur til Húna. Ekki er þess
getið í kviðunni hver sá Húnakonungur („Húna drott-
inn“, 69. vo.) var sem skjólshúsi skaut yfir þessa flótta-
menn, en önnur þýzk hetjukvæði láta það vera Atla (í
rauninni var ekki langt milli þess að Atli dó og Þjóðrekur
var borinn). Því má skjóta inn hér að eitt unglegt eddu-
kvæði kann frá því að segja að Þjóðrekur væri með Atla
og heldur óglaður (Guðrúnarkviða III, sbr. lesmálið fram-
an við Guðrúnarkviðu II). Eftir 30 ára útlegð sjáum vér
í Hildibrandskviðu að Hildibrandur snýr aftur heim, og
hefur almennt verið skilið svo að Þjóðrekur sæki nú aftur
til ríkis síns með liðstyrk af Húnum. En ekki er sagt ber-