Skírnir - 01.01.1948, Page 67
Skírnir
Hildibrandskviða
65
um orðum að Þjóðrekur stjórni förinni, né heldur hvort
Auðvakur sé ennþá lífs.
En Hildibrandskviða á í því sammerkt við hetjukvæðin
í Eddu að atburðir heimssögunnar liggja skáldinu í léttu
rúmi, örlög einstaklinga eru viðfangsefni hans.
Tveimur feðgum lendir saman í bardaga — sögur af
slíkum atburði eru til víða um heim, og eru með ýmsu
móti.
Oft er sagan látin fara vel: feðgarnir átta sig áður en
það er um seinan og sættast. Dæmi hafa þegar verið nefnd
úr Þiðriks sögu og unga Hildibrandskvæðinu. Áþekkir
feðgabardagar eru margir í miðaldabókmenntum Frakka.
Landnáma segir frá því er Véfröður Ævarsson kom á
fund föður síns, „og kenndi faðir hans hann eigi. Þeir
glímdu svo að upp gengu stokkar allir í húsinu, áður Vé-
fröður sagði til sín“. Þá má og nefna til Áns sögu bog-
sveigis þar sem Án glímir við Þóri son sinn og reynir
fræknleik hans.
Mjög er fátítt að faðirinn falli; þeir sem um þessi efni
hafa ritað hafa aðeins fundið tvö dæmi, annað grískt
(Telegonos berst við Ódysseif föður sinn og verður hon-
um að bana), hitt úr Kjalnesinga sögu (Búi og Jökull son-
ur hans taka fang; Búa kostar svo að hann deyr þremur
nóttum síðar).
Engin dæmi hafa verið tilnefnd um að báðir falli. Hér
mætti raunar drepa á kaflann um þá feðga Hjarranda og
Heming, sem hittust í valnum eftir Stiklastaðaorustu,
hvor úr sínu liði og báðir særðir til ólífis (Den store saga
om Olav den hellige 828-29). En sú saga er þó með sér-
stökum hætti, því að þess er ekki getið að þeir hafi sjálfir
borizt vopn á í bardaganum.
Þá eru eftir þau dæmi sem skyldust eru Hildibrands-
kviðu, þar sem sonurinn fellur. Eitt er í Konungabókinni
eftir Firdausi þjóðskáld Persa (um 1000): Rustam berst
við Suhrab og veitir honum banasár, en þá kemur upp að
þeir eru feðgar, og Rustam harmar son sinn. Annað er
rússneskt: IIja frá Múrom berst við son sinn, sigrar hann
5