Skírnir - 01.01.1948, Page 69
Ólaf ur Lárusson
Árni biskup Ólafsson
Þegar Gizur biskup Einarsson var að tína saman gull-
og silfurmuni Skálholtsstóls til þess að senda þá til Kaup-
mannahafnar í fjárhirzlu konungs, þar sem fyrir þeim lá
að fara í deigluna og verða að peningum, sem Kristján
konung þriðja vanhagaði mjög um, þá er líklegt, að silfur-
bolli einn, mikill og þungur, hafi verið meðal muna þess-
ara. Bolla þennan hafði einn af fyrirrennurum Gizurar
biskups látið gera fyrir um það bil 120 árum, og varið til
hans ekki minna en 11 mörkum eða 2% kg af silfri. Hann
hafði gefið bollanum nafn. Gestumblíður skyldi hann heita,
og efalaust hefur hann ætlazt til þess, að hann bæri það
nafn með réttu og veitti um langan aldur mörgum gest-
um, er að garði bæri í Skálholti, svölun og hressingu.
Þótt oss væri ekkert um biskup þennan kunnugt annað
en það eitt, að hann hefði látið gera þennan bolla og gefið
honum þetta nafn, þá væri það nóg til þess, að oss myndi
vera óhætt að draga þá ályktun af því, að hann hefði verið
örlátur maður, gestrisinn og stórtækur í veitingum, gleði-
maður og veraldarmaður, er haft hefði yndi af heimsókn-
um góðra vina og af því að gleðja sig með þeim og veita
þeim sem höfðinglegastar viðtökur.
Bollinn mikli var smíðaður árið 1417. *) Það var Árni
biskup Ólafsson, sem lét gera hann. Árni biskup var uppi
á þeim tímum sögu vorrar, er vér höfum einna fæstar
heimildir um, og vér höfum ekki spurnir af honum nema
um fárra ára skeið. En af þeim slitróttu heimildum, sem
1) Nýi annáll Í1417).
5*