Skírnir - 01.01.1948, Blaðsíða 70
68
Ólafur Lárusson
Skírnir
frá honum kunna að segja, má þó ráða það, að hann hefur
verið næsta óvenjulegur maður og á ýmsa lund hið mesta
glæsimenni, enda hefur minningin um glæsimennsku hans
geymzt lengst í hugum almennings eftir hans dag. Síra
Jón Egilsson í Hrepphólum kann það eitt frá honum að
segja í Biskupaannálum sínum, að hann hafi verið kall-
aður hinn mildi, sakir þess, hversu gjafmildur hann hafi
verið við alla, og að hann hafi verið meiri listamaður en
allir aðrir biskupar bæði fyrir hann og eftir. Þaðan segir
hann, að komið sé máltækið: „Þín var, en ekki Árna bisk-
ups“, sem haft sé, er einhverjum tekst klaufalega eða fá-
víslega.1) Þessi var orðstír Árna biskups á vörum alþýðu
manna í Árnessþingi tæpum tveimur öldum eftir hans dag,
og að vísu voru það ekki Árnesingar einir, sem mundu, að
hann hafði verið kallaður hinn mildi. Nokkrum áratugum
fyrr en síra Jón skráði annál sinn, nefndi síra Gottskálk
Jónsson í Glaumbæ hann þessu sama nafni.2)
Auk þessarar frásagnar síra Jóns Egilssonar er varla
um aðrar heimildir um sögu Árna biskups að ræða en fá-
ein bréf og nokkrar greinir í einum annál. Er það hinn
svonefndi Nýi annáll. Nær hann yfir árin 1393-1430 og
er yngstur allra hinna fornu annála vorra, enda hið eina
sagnarit vort frá 15. öld. Höfundur hans er ekki kunnur,
en annállinn virðist bera það með sér, að hann hafi verið
klerkur og átt heima í Skálholti eða þar í grennd. En það
skiptir mestu máli um sögu Árna biskups, að augljóst er,
að annálsritarinn hefur verið persónulega kunnugur hon-
um og farið eftir sögusögn hans um sumt það, er í ann-
álnum greinir. Annáll þessi á það annars sammerkt við
aðra annála, að hann er fáorður og stuttorður. Vér meg-
um samt vera höfundi hans þakklátir. Flest það, er hann
segir frá, myndi nú vera gleymt, hefði hans eigi notið við.
Þegar Árni biskup ólafsson kom til Skálholtsstóls árið
1415, höfðu útlendir biskupar verið þar samfleytt í 95 ár,
1) Safn til sögu ísl. I., bls. 34.
2) Isl. Annaler, bls. 369.