Skírnir - 01.01.1948, Blaðsíða 71
Skímir
Árni biskup Ólafsson
69
eða allt frá því, að Árni biskup Helgason dó, 1320. Á Hól-
um höfðu þá einnig setið erlendir biskupar í síðastliðin
74 ár. fslendingar voru þá orðnir óvanir því að hafa inn-
lenda biskupa yfir sér. Svo hefur venjulega verið talið, að
Árni biskup hafi verið íslenzkur maður. Sé það rétt, hefur
koma hans til stólsins verið mikil nýlunda og merkisat-
burður, þegar af þeim sökum, að þá tók íslendingur bisk-
upstign hér eftir þennan langa valdatíma útlendra manna.
Áður en vikið verður að ætt Árna biskups og uppruna,
þykir mér rétt að gera nokkrar almennar athugasemdir
um ættfræði 14. og 15. aldar hér á landi.
Á þeim öldum koma margir menn við sögur, sem eigi
verða ættfærðir eftir frumheimildunum, bréfum eða sagna-
ritum. f tölu þeirra eru ýmsir þeirra manna, er hæst ber
á þeim tímum. Engar ættartölubækur eru til frá þessum
öldum, elztu ættartölubækurnar, er til þeirra tíma ná, eru
ekki ritaðar fyrr en á 17. öld. Oss er ókunnugt um það,
við hvaða gögn höfundar þeirra hafa stuðzt, er þeir gerðu
grein fyrir ættum manna, er uppi höfðu verið mörgum
mannsöldrum áður en þeir skráðu rit sín. Vera má, að þeir
hafi að einhverju leyti stuðzt við eldri ættfræðirit, er glat-
azt hafa síðar, en um það verður þó ekkert sagt með vissu.
önnur gögn hafa leitt það 1 ljós, að sumar eru ættfærslur
þeirra rangar, en aðrar réttar, og þar sem ekki er hægt
að prófa þær með samanburði við aðrar heimildir, getur
því brugðið til beggja vona, hvort þær séu réttar eða ekki.
En ættfræðingar síðari tíma hafa margir hverjir oftlega
farið eftir þeim athugasemdalaust, eins og þær væru
óyggjandi.
Það er skiljanlegt, að ættfræðinga langi til þess að geta
fylgt ættleggjum, sem þeir eru að fást við að rekja, sem
lengst eftir. Þegar önnur gögn brestur, er þess eins úr-
kostur, að reyna að leiða líkur að ættartengslunum. Stund-
um kunna líkurnar að vera svo veigamiklar, að þær veiti
nærri því fulla vissu. En oft er aðeins á litlum líkum völ,
og æði oft hafa menn lotið að litlu í því efni, t. d. nafnlík-
ingum einum, svo sem er þeir bræður, Gísli, Hermann og