Skírnir - 01.01.1948, Blaðsíða 72
70
Ólafur Lárusson
Skírnir
Ólafur Filippussynir, er riðnir voru við víg Ásgríms Sig-
mundssonar í Víðidalstungu árið 1483, hafa verið taldir
synir Filippusar Sigurðssonar í Haga á Barðaströnd,1)
Dagur nokkur ívarsson, er getið finnst aðeins einu sinni,
sem votts að jarðakaupum (1384), athugasemdalaust tal-
inn sonur Ivars Jónssonar Hólms, hirðstjóra,2 3) eða Eyj-
ólfur Teitsson, er kemur við fáein bréf úr Hornafirði og
Skagafirði (1457-1476),") fororðslaust talinn sonur Teits
Gunnlaugssonar í Bjarnanesi.4) Engin af ættfærslum þess-
um styðst við neitt annað en nafnlíkinguna eina, og er það
auðsætt, að ekkert verður með vissu af henni einni ráðið
um skyldleika manna, jafnvel ekki, þegar um fágæt nöfn
er að ræða, því að sá möguleiki er jafnan fyrir hendi, að
tveir menn eða fleiri, er uppi voru um sama leyti, hafi átt
samnefnt. í sjálfu sér er ekkert við því að segja, þótt menn
setji slíkar getgátur fram, ef þeir láta þess jafnframt get-
ið, að þar sé ekki um annað en getgátur að ræða. En þegar
þær eru teknar athugasemdalaust í ættfræðirit eða jafnvel
sem fullkomin vissa, þá er ver farið en heima setið. Grand-
lausir lesendur láta þá blekkjast, og hætt er við, að aðrir,
sem við ættfræði fást, taki þetta hver eftir öðrum án þess
að rannsaka sjálfir gildi ættfærslnanna. Ég get þessa m. a.
vegna þess, að í slíku höfuðriti íslenzkrar ættfræði sem
Sýslumannaævir eru, eru greindar athugasemdalaust marg-
ar ættfærslur 14. og 15. aldar manna, sem allsendis ónóg
rök hafa við að styðjast.
Oss er fátt kunnugt með vissu um ætt Árna biskups, en
ýmsar tilgátur hafa komið fram um það efni.
Hið eina, sem vér vitum með vissu um ætt hans, er það,
að hann var móðurbróðir Helga Guðnasonar, er lögmaður
var norðan og vestan á íslandi árin 1438-1443.5) Að vísu
erum vér litlu nær fyrir þessa vitneskju, því að þetta er
1) Sbr. Blanda IV., bls. 52-59.
2) Sýslumannaævir III., bls. 389; Dipl. isl. V., bls. 948-949.
3) Dipl. isl. V., nr. 137, 344, 725.
4) Sýslumannaævir IV., bls. 572.
5) Dipl. isl. IV., nr. 592, 593.