Skírnir - 01.01.1948, Side 73
Skírnir
Árni biskup Ólafsson
71
hið eina, sem oss er kunnugt um ætterni Helga. En með
því, að það var afar sjaldgæft, að aðrir yrðu lögmenn hér
á landi en íslenzkir menn, verður að telja allar líkur mæla
með því, að Helgi hafi verið það og Árni biskup þá líka.
f ættartölubókum er síra Þorkell Ólafsson í Reykholti
sagður hafa verið bróðir Árna biskups. Ekki er vitað, við
hvað það styðst, og enga vissu höfum vér fyrir því, að það
sé rétt. Síra Þorkell var einn af fyrirklerkunum í Skálholts-
biskupsdæmi á fyrra hluta 15. aldar, og kemur hann nokk-
uð við bréf á árabilinu 3 415-1444. Hann virðist hafa ver-
ið nokkuð náinn samstarfsmaður Árna biskups. Hann var
hjá honum í Skálholti í júlímánuði 1415, er biskup var ný-
kominn til stólsins frá útlöndum.1) Biskup fól honum sér-
stakt umboð sitt til að láta meta jarðir nokkrar, er Auð-
unn Salómonsson lagði til Hvanneyrarkirkju,2) og hann
veitti honum prófastsdæmi í Húnavatnsþingi. Er þetta hið
eina, sem nú er vitað um samskipti þeirra, biskups og síra
Þorkels, og þarf það ekki að benda til nánara sambands
þeirra en þess, sem að jafnaði hlaut að vera milli biskupa
og fyrirklerka þeirra. Árni biskup hafði, svo sem síðar
verður getið, umboð Jóns Hólabiskups Tófasonar yfir Hóla-
biskupsdæmi árin 1415-1419, en Jón biskup dvaldist er-
lendis þessi ár. Þegar Árni biskup fór utan árið 1419, hitt-
ust þeir biskuparnir í Björgvin. Var Jón biskup þá á leið
til biskupsdæmis síns. Árni biskup gaf stéttarbróður sín-
um rausnarlegar gjafir að skilnaði, krossinn Glæsi, sem
efalaust hefur verið hinn mesti kjörgripur, og fleiri þing
önnur, en höfundur Nýja annáls getur þess, að gjafir þess-
ar hafi varla þótt gefnar, og að Jón biskup hafi verið
óánægður með fjárskil Árna af umboðinu. Jón biskup kom
út í Þerneyjarsundi og reið þaðan norður að Hólum. Á
leiðinni gisti hann í Reykholti. Má nærri geta, að síra Þor-
kell hefur reynt að fagna slíkum gesti sem bezt. En áður
en lauk, hefur þó dregið upp nokkurn skugga yfir mann-
1) Dipl. isl. III., nr. 637.
2) Dipl. isl. IV., nr. 346.