Skírnir - 01.01.1948, Síða 74
72
Ólafur Lárusson
Skírnir
fagnað þann, er þar hefur verið. I annálnum getur þess,
að biskup hafi „að liðinni veizlunni“ stefnt síra Þorkeli
„fyrir reikningsskap norður til Hóla, fyrir svo langan
tíma sem hann hafði haft prófastsdæmi í Húnavatnsþingi,
og enn fleiri greinir aðrar*1.1) Hafa kveðjurnar þar í Reyk-
holti því sjálfsagt orðið kaldari en móttökurnar. Jóni bisk-
upi hefur verið gramt í geði til Árna biskups vegna van-
skila hans í umboðsrekstrinum, og það er ekki ósennilegt,
að hann hafi látið það bitna á vandamönnum Árna bisk-
ups öðrum fremur, og hafi síra Þorkell verið bróðir hans,
þá stóð hann manna næst til þess að verða fyrir slíku. Er
enda hugsanlegt, að biskup hafi talið sér heimilt að ganga
að honum um kröfur sínar á hendur Árna, og að þær væru
meðal þeirra „fleiri greina“, sem annállinn segir, að hann
hafi þótzt hafa til síra Þorkels að kæra. En of veik eru
þessi rök til þess, að það verði af þeim leitt, að þeir hafi
verið bræður.
í ættartölubókum er talið, að Árni biskup hafi verið
skyldur konu Ara Daðasonar í Snóksdal, en eigi er það
greint nánara, hversu skyldleika þeirra hafi verið varið.2)
Aðrar heimildir eru eigi fyrir þessu og að öðru leyti fátt
eitt vitað um ætt konu þessarar.
Þá skal ég því næst minnast á tvennar tilgátur, er fram
hafa komið um faðerni Árna biskups.
Önnur tilgátan er sú, að hann hafi verið sonur ólafs
tóna Þorleifssonar á Staðarhóli í Saurbæ.3) Ólafur tóni
hefur væntanlega átt Staðarhól, en hinn 12. maí 1417 galt
Árni biskup Lofti Guttormssyni jörðina hálfa.4) Sýnir
það, að hann hefur átt a. m. k. hálflendu hennar, og mætti
það þykja benda til þess, að hann hafi verið sonur Ólafs
tóna og tekið Staðarhól í arf eftir föður sinn. En á hinn
bóginn er þess að gæta, að Árni biskup stóð í miklum og
1) Nýi annáll (1419).
2) Espólín: Isl. árbækur II., bls. 8; Sýslumannaævir II., bls.
455-457.
3) Dagskrá III., nr. 49-50; Sýslumannaævir II., bls. 417.
4) Dipl. isí. IV., nr. 312.