Skírnir - 01.01.1948, Side 75
Skímir
Ámi biskup Ólafsson
73
margvíslegum jarSakaupum árin, sem hann sat að stóli í
Skálholti, og komst hann yfir ýmis af höfuðbólum lands-
ins á þeim tíma. Getur hann vel hafa verið kominn að
Staðarhóli með þeim hætti, og eign hans á jörðinni sannar
út af fyrir sig ekkert um það, hvort hann hefur eignazt
hana að erfð eða með öðrum hætti. Þá er og á það að líta,
að Ólafur tóni dó 1393.x) Árni biskup kom ekki til Skál-
holtsstóls fyrr en 22 árum síðar. Hafði hann þá dvalizt er-
lendis a. m. k. síðastliðin 12 ár, og þó sennilega lengri
tíma. Það má teljast fremur ólíklegt, að hann hafi átt
föðurleifð sína hér úti á íslandi allan þennan langa f jar-
vistartíma sinn, og það því fremur sem vitað er, að hann
gerðist munkur, en munkar máttu að lögum kirkjunnar
engar eignir eiga.
Hin tilgátan er sú, að faðir hans hafi heitið Ólafur Árna-
son og verið prestur á Húsafelli. Hefur ætt þessa síra Ólafs
svo verið rakin í beinan karllegg allt til Ingólfs Arnarson-
ar.1 2) Skal hér eigi rætt um þá ættfærslu, en þess aðeins
getið, að engar heimildir eru fyrir því, að prestur með
þessu nafni hafi nokkru sinni á Húsafelli verið. Að vísu
er nefndur í Vilkinsmáldaga síra Ólafur á Húsafelli,3)
og mun hann hafa verið uppi seint á 14. öld, en föðurnafns
þessa síra Ólafs er hvergi getið og þess vegna enginn fót-
ur fyrir því, að hann hafi verið Árnason. Prestur, er Ólaf-
ur Árnason hét, var að sönnu uppi snemma á 15. öld. Hann
kemur aðeins einu sinni við sögur og er þá vottur í bréfi,
sem gert var á Hólum í Hjaltadal 31. maí 1417.4) Þótt það
bréf varði Árna biskup, er næsta óvarlegt að draga af því
þá ályktun, að þessi bréfvottur hafi verið faðir biskupsins
og prestur á Húsafelli.
Þess er til getið, að faðir þessa síra Ólafs Árnasonar á
Húsafelli hafi heitið Árni Gunnlaugsson og búið í Deildar-
tungu. Eftir Árna þessum hefði þá Árni biskup átt að hafa
1) Islandske Annaler, bls. 281, 413.
2) Steinn Dofri: Bútar, bls. 10—11.
3) Dipl. isl. IV., bls. 123.
4) Dipl. isl. IV., nr. 314.