Skírnir - 01.01.1948, Síða 77
Skírnir
Árni biskup Ólafsson
75
I bréfi einu frá 1418 er Árni þá sagSur vera 35 ára eða
þar um bil.1) Hann hefur því verið fæddur nálægt árinu
1378. Um æsku hans og uppvöxt er oss ekkert kunnugt,
en settur hefur hann verið til mennta og hlotið klerklega
menntun að þeirrar tíðar hætti. Hann hefur ungur farið
utan, því að þegar fyrst fara af honum sögur, var hann í
Noregi. Það var árið 1403. Nýi annáll segir frá kynjaat-
burði, er gerzt hafi á Hálogalandi það ár, og ber höfund-
urinn Árna biskup fyrir þeirri sögu og getur þess, að hann
hafi verið þar nyrðra, er atburður þessi gerðist.2) Hann
hefur að líkindum verið farinn héðan af landi brott, þegar
plágan mikla gekk um landið, og því ekki lifað þá hörm-
ungatíma hér.
1 annálnum er Árni oftsinnis nefndur ,,bróðir“,3) og í
áðurnefndu bréfi frá 1413 er hann nefndur „canonicus
beati Augustini“.4) Sýnir það, að hann hefur gerzt munk-
ur, gengið í klaustur af reglu hins heilaga Ágústínusar,
en um það verður ekkert sagt, hvort hann hefur heldur
gengið í klaustur hér á landi eða í Noregi. Hann gerðist
heimilisprestur í Gizka ekki síðar en einhvern tíma á ár-
inu 1404, og hefur hann gengið í klaustrið fyrir þann tíma,
að líkindum nokkrum árum fyrr, og hefur þá enn verið
ungur að aldri. Þegar þess er gætt, hversu mikill heims-
maður Árni biskup var og hversu umsvifamikill hann
reyndist síðar í veraldarsökum, þá virðist það augljóst, að
klausturlíf hefur ekki átt við skapgerð hans, og væntan-
lega hefur það verið einhver skammvinn tilhneiging óráð-
ins æskumanns, sem dregið hefur hann inn í klaustrið.
En klausturvist hans hefur orðið skammvinn. Árið 1404
var hann kominn í þjónustu eins hins mesta tignarmanns
í Noregi á þeim tímum, Hákonar Sigurðssonar í Gizka.
Yoru þeir báðir viðstaddir, er Áskell erkibiskup söng
1) Dipl. isl. VIII., nr. 16.
2) Nýi annáll (1403).
3) Nýi annáll (1404, 1405, 1410, 1412, 1413).
4) Dipl. isl. VIII., nr. 16.