Skírnir - 01.01.1948, Síða 78
76
Ólafur Lárusson
Skírnir
fyrstu messu sína í Niðarósi, á Andrésarmessu 30. nóv.
1404.Árni var síðan um nokkurra ára skeið, eða fram
til 1412, heimilisprestur Hákonar og síðar ekkju hans, Sig-
ríðar Erlendsdóttur, og seinni manns hennar, Magnúsar
Magnússonar. Virðist augljóst, að hann hefur verið trún-
aðarmaður þessa fólks og í miklum metum hjá því.
Gizki er eyja fyrir Sunnmæri. Þar var um langan ald-
ur eitt hið mesta höfðingjasetur í Noregi, ættaróðal einn-
ar hinnar tignustu ættar lendra manna þar í landi, Arn-
mæðlinga. Þar voru upprunnir þeir bræður Árnasynir,
Árni, Finnur, Kálfur og Þorbergur, sem allir koma mikið
við sögu Noregs á fyrra hluta 11. aldar. Þorbergur Árna-
son bjó í Gizka eftir föður sinn. Hann var tengdasonur
Erlings Skjálgssonar á Sóla og tengdafaðir Haralds kon-
ungs Sigurðssonar. Eftir Þorberg sátu niðjar hans í bein-
an karllegg í Gizka fram til ársins 1264, er karlleggurinn
dó út með Nikulási Péturssyni. En Gizki gekk þó eigi úr
ættinni. Margrét, dóttir Nikulásar, og maður hennar,
Bjarni Erlingsson úr Bjarkey, tóku við ættaróðalinu, og
niðjar þeirra eftir þeirra dag. Erlingur dróttseti Viðkunn-
arson gaf Ingibjörgu, dóttur sinni, Gizka árið 1354. Ingi-
björg giftist Sigurði Hafþórssyni, dóttursyni Hákonar
konungs háleggs, og voru þau foreldrar Hákonar þess, er
Árni dvaldi hjá. Hákon dó 1407, og er þess getið í Nýja
annál, að hann hafi verið manna óágjarnastur og bezt að
sér um flesta hluti.1 2) Þessi ummæli eru efalaust frá Árna
biskupi komin, og sýna þau, að honum hefur verið hlýtt
til húsbónda síns fyrrverandi og metið hann mikils. Þess
er og getið, að Hákon hafi verið velbornastur maður í
Noregi „í allar slektir“, og má það til sanns vegar færa,
þar sem að honum stóðu tvær hinar tignustu höfðingja-
ættir landsins, Bjarkeyingar og Arnmæðlingar, og kon-
ungsættin sjálf að auki, og hafði hann nafn sitt úr henni.
Sigríður, kona Hákonar, var dóttir Erlends Filippus-
1) Nýi annáll (1404).
2) Nýi annáll (1407).