Skírnir - 01.01.1948, Page 79
Skírnir
Árni biskup Ólafsson
77
sonar í Losnu í Sogni.1) Erlendur var eigi jafn-stórætt-
aður og þeir Gizkamenn, en ætt hans var í uppgangi og
urðu niðjar hans, Indriði, sonur hans, og Erlendur, sonur
Indriða, einhverjir mestu valdamenn í Noregi um sína
daga. Sjálfur var Erlendur ríkur maður og gegndi ýmsum
mikilvægum embættum. Segir svo um hann í Nýja annál,
að hann hafi verið merkilegastur maður í öllum Noregi af
bændum fyrir flestra hluta sakir, því að hann hefði aldrei
viljað verða riddari, þótt kóngarnir sjálfir byðu honum
það. Þess er og getið, að hann hafi trúað íslendingum bet-
ur en öðrum mönnum og haft þá jafnan í þjónustu sinni.2)
Það sem í annálnum segir fi’á Erlendi, er vafalaust haft
eftir Árna biskupi, eins og ummælin um tengdason hans.
Virðist mér það benda sterklega til þess, að Árni hafi ver-
ið íslendingur, að hann getur um traust það, er Erlendur
bar til íslenzkra manna. Nokkurt þjóðernisstolt felst í
þessu, og vafasamt má það teljast, að erlendur maður
hefði farið að segja frá því sérstaklega. Erlendur í Losnu
dó 1407, sama árið og Hákon tengdasonur hans.3)
Á þessu forna höfðingjasetri og hjá þessu tigna fólki
dvaldi íslendingurinn, bróðir Árni, vinur og trúnaðarmað-
ur húsbænda sinna, sálusorgari þeirra og skriftafaðir. Hef-
ur sú staða verið eftirsóknarverð, og myndu margir hafa
kosið hana sér til handa. Árni hlaut hana, þótt hann væri
umkomulítill útlendingur. Vera má, að mætur þær, sem
faðir húsfrúarinnar hafði á löndum hans, hafi greitt hon-
um þá leið. En mestu munu hæfileikar hans sjálfs hafa
ráðið. Það litla, sem oss er um hann kunnugt, bendir allt
til þess, að hann hafi verið óvenjulega aðlaðandi maður,
jafnvel gæddur einhverju seiðmagni, sem vakti aðdáun
annarra manna á honum og traust þeirra til hans.
Bróðir Árni var ekki eini íslendingurinn, sem prests-
1) Það er rangt, sem segir í annálaútgáfu Bókmenntafélagsins,
I., bls. 15 neðanmáls, að Losna sé ey í Þrándheimsfirði.
2) Nýi annáll (1407).
3) Um sögu Gizkaættarinnar er hér einkum stuðzt við ritgerð
Chr. Langes í Norsk Tidskr. for Litteratur og Yidenskab, IV. árg.