Skírnir - 01.01.1948, Blaðsíða 80
78
Ólafur Lárusson
Skírnir
verk hefur unnið í Gizka. Nærri f jórum öldum fyrr en hann
dvaldi þar, hafði ungur og óreyndur íslenzkur klerkur
komizt í það að vinna þar prestsverk, og varð sá atburður
sögulegur.
Það bar til á dögum Þorbergs Árnasonar, að kaupskip
kom af hafi að Gizka. Skipið kom frá íslandi, og var sonur
lögsögumannsins á Hjalla í Ölfusi, Steinn Skaftason, stýri-
maður. Þá stóð svo á, að húsfrúin, Ragnhildur Erlings-
dóttir, lá á barnssæng og var allþungt haldin, en prestur
var enginn í eyjunni eða þar nær, enda var þetta snemma
á dögum kristninnar í Noregi. Var þá sent til kaupskips-
ins og spurt að, ef þar væri prestur nokkur. Þar var á
skipinu prestur einn, Bárður að nafni, vestfirzkur maður,
ungur og heldur lítt lærður. Sendimenn báðu hann að fara
með sér til bæjarins, en hann kynokaði sér við því, þótti
það vera mikill vandi og vissi fákunnáttu sína. Steinn
hvatti hann fararinnar, og gaf prestur loks kost á því að
fara, ef Steinn færi með sér. Fóru þeir svo til bæjarins,
og fæddist barnið nokkru síðar. Var það meybarn og held-
ur ómáttugt. Presturinn skírði barnið, en Steinn hélt því
undir skírn. Hlaut það nafnið Þóra og varð síðar drottn-
ing Noregs. Fyrir þetta fékk Steinn fullkomna vináttu
þeirra Ragnhildar og Þorbergs, og kom hún honum í góð-
ar þarfir síðar, er honum lá mikið við.1) Efalaust hefur
presturinn líka fengið góð laun fyrir sitt starf og það ver-
ið hamingjuspor fyrir hann að koma í Gizka, eins og það
varð seinna fyrir landa hans, bróður Árna.
Árið 1405 fór húsfrúin í Gizka pílagrímsferð suður í
lönd, og valdi hún heimilisprest sinn, bróður Árna, sér til
fylgdar. Sýnir það, hvert traust þau hjón báru til hans.
Langferðir voru hættulegar á þeim tímum, og æðimargir
voru þeir Norðurlandamenn, sem önduðust á Suðurveg-
um, í pílagrímsferðum sínum. Um ferð þeirra vitum vér
það eitt, að í „Taknum“ sáu þau ýmsa helga dóma, „serk
vorrar frú sancte Marie og reifa vors herra og belti og
1) Heimskringla: Ólafs saga helga, 138. kap.