Skírnir - 01.01.1948, Side 81
Skírnir
Árni biskup Ólafsson
79
dúk Johannis baptista1'.1) Þetta var í borginni Aachen í
Þýzkalandi. Hin lágþýzka mynd nafns borgarinnar, to Aken
eða t’Akn, hefur orðið Taknum í munni Norðurlandabúa.
Þessir helgu dómar voru geymdir þar á miðöldum, og var
Aachen mikið sótt af pílagrímum. Þar í Aachen var Árni
skipaður penetenciarius (skriftafaðir) öllum norrænum
mönnum. Var sá siður í þeim stöðum, þar sem margt kom
pílagríma, að skipa menn af ýmsum tungum skriftafeður
landa sinna, og var það virðingarstaða.
Hákon Sigurðarson dó árið 1407, svo sem áður var sagt.
Þremur árum síðar, 1410, giftist ekkja hans á ný, sænsk-
um manni, Magnúsi Magnússyni að nafni. Var brúðkaup
þeirra haldið í Ósló, og var Margrét drottning Valdemars-
dóttir þar og margt stórmenni. Magnús hafði verið í þjón-
ustu drottningar og segir höfundur Nýja annáls, að hún
hafi ráðið þessari giftingu.2) Kalmarsambandið var þá
komið á fót, og var Margrét drottning orðin þjóðhöfðingi
allra Norðurlanda. Var það einn þátturinn í stjórnmála-
stefnu hennar, að styrkja tengsl landanna með því að
stofna til mágsemda milli aðalsætta þeirra, og jafnframt
að treysta völd sín með því að afla fylgdarmönnum sínum,
sem voru e. t. v. eigi allir stórættaðir, kvonfangs úr hin-
um gömlu og tignu aðalsættum. Má lesa það á milli lín-
anna í annálnum, að Sigríður hafi þótt taka niður fyrir
sig, er hún giftist Magnúsi. Hann er að vísu sagður hafa
verið „velborinn“, en þess getið jafnframt, að hann hafi
aðeins verið „sléttur sveinn“, er þau gengu í hjóna-
band.
Magnús settist síðan í bú konu sinnar í Gizka, og var
bróðir Árni eftir sem áður heimilisprestur þar. Með því
að Hákon Sigurðsson hafði dáið barnlaus, reis óðalsþræta
um Gizka milli þeirra hjóna og Sigurðar Jónssonar, syst-
ursonar Hákonar. Stóð sú þræta í nokkur ár, og lyktaði
henni svo, að Sigurður vann málið. Hafa þau Sigríður og
1) Nýi annáll (1405).
2) Nýi annáll (1410).