Skírnir - 01.01.1948, Page 82
80
Ólafur Lárusson
Skímir
Magnús þá orðið að láta Gizka af hendi við Sigurð, en þá
var Árni genginn úr þjónustu þeirra.
Heimildirnar geta einskis annars, er drifið hefur á daga
Árna næstu árin, en þess, að árið 1412 fór hann með Magn-
úsi, húsbónda sínum, á fund Eiríks konungs af Pommern,
er þá hafði tekið konungdóm eftir lát Margrétar drottn-
ingar. Hittu þeir konunginn í Hísingaborg, að því er í ann-
álnum segir, og mun það ritvilla og hið rétta vera Hels-
ingjaborg. Höfundur Nýja annáls hefur það eitt að segja
úr þeirri för, að konungurinn hafi látið hengja féhirði
sinn og „sjóða einn falskan myntara", meðan þeir dvöldu
hjá honum.
En Árni mun hafa átt æði mikilvæg erindi á konungs-
fund að þessu sinni. Hann hefur verið farinn að hugsa
heim til Islands, og hugsað hátt, lagt hug á tvö æðstu og
valdamestu embættin í landinu, hirðstjóraembættið og
biskupsdæmið í Skálholti.
Hirðstjórinn var aðalumboðsmaður konungs hér á landi
og því æðstur og valdamestur allra veraldlegra höfðingja
í landinu. Konungur veitti þetta embætti, og hefur Árna
tekizt að fá veitingu fyrir því, sennilega í þessari för sinni.
1 bréfi frá 22. júní 1420, er minnzt verður nánar á síð-
ar,1) telur Árni biskup sig hafa haft hirðstjórn í sjö ár,
auk hins yfirstandandi árs, og hefur því árið 1413 verið
fyrsta hirðstjórnarár hans. Það er og í samræmi við þetta,
að þess er getið í Nýja annál, að árið 1413 hafi komið út
bréf Árna biskups til Björns Einarssonar Jórsalafara, þar
sem biskup veitti Birni hirðstjóraumboð um allt Island.2)
Hefur Árni þá verið búinn að fá hirðstjóraembættið, en
með því að hann gat ekki komið því við að fara út til ís-
lands þá um vorið, hefur hann orðið að fá annan mann til
að fara með það fyrir sína hönd. Hann fól því Birni þetta
umboð. Hafa þeir verið kunnugir. Fundum þeirra hefur
e. t. v. borið saman erlendis í einhverri af utanförum
Björns.____________________________________________________
1) Dipl.'isl. IV., nr. 340.
2) Nýi annáll (1413).