Skírnir - 01.01.1948, Side 87
Skírnir
Árni biskup Ólafsson
85
laust verið hinar mestu gersemar. Virðist augljóst, að hann
hefur ekkert til sparað að afla dómkirkju sinni sem vand-
aðastra og dýrastra gripa, og ber það vitni um rausn hans
og ríkilæti.
Margir hinna kaþólsku biskupa hér á landi áttu í deil-
um við leikmannahöfðingjana, og voru þær deilur stund-
um bæði langvinnar og harðar og af ýmiss konar rótum
runnar, svo sem forræði yfir kirkjum og kirknaeignum,
tíundargreiðslum og ýmsum afbrotum, er kirkjan taldi sig
eiga dómsvald um að lögum. Þess sjást engin merki, að
Árni biskup hafi átt í neinum slíkum erjum. Stundum kom
það fyrir, að landsmenn tregðuðust við að taka við hin-
um nýju biskupum, er þeir komu til landsins, og neituðu
að viðurkenna þá sem rétta biskupa. Við Árna biskupi
tóku þeir tregðulaust. Strax eftir að hann kom í Skálholt,
29. júní 1415, reið hann upp á Alþingi og lét lesa upp bréf
sín í lögréttu, og „játuðu allir menn honum hlýðni, lærðir
og leikir fyrir norðan og sunnan".1) Síðar um sumarið
reið hann norður að Hólum. „Tóku allir Norðlendingar
hann yfir sig með góðum vilja, bæði lærðir og leikir, og
veittu honum hlýðni, sem sínum réttum biskupi." Lands-
menn hafa því tekið honum tveim höndum, og ekki verður
annað séð en hann hafi þegar í stað náð vinsældum þeirra
og haldið þeim alla stund síðan, meðan hann dvaldi hér á
landi. Hann átti fjárviðskipti við ýmsa leikmannahöfð-
ingja, svo sem Loft ríka, Ara Guðmundsson á Reykhólum,
Odd lögmann Þórðarson og Guðna son hans, Benedikt
Brynjólfsson o. fl., og virðast þau skipti öll hafa farið fram
í fullri vinsemd. Að sjálfsögðu hlýtur margt að hafa gerzt
í biskupsdómi hans, er deilur hefðu mátt af rísa, en hann
hefur verið svo lipur og laginn, að hann hefur getað jafn-
að allt þess háttar í bróðerni og komið í veg fyrir, að það
leiddi til nokkurra vandræða.
Hin venjulegu biskupsstörf hefur Árni biskup sjálfsagt
rækt, þótt litlar sögur fari af þeim nú. Hann hefur farið
1) Nýi annáll (1415).