Skírnir - 01.01.1948, Qupperneq 89
Sldmir
Árni biskup Ólafsson
87
állinn, að kallaður hafi verið Bónavetur, hafi þá fyrst ver-
ið uppi „kóngsbón, er herra Árni biskup fylgdi fram, þá
sýslumannsbón, þá prófastsbón og margar aðrar krafir
og beiðslur biskupsins við almúgann". Því miður greinir
eigi nánar, hversu þessum beiðslum hefur verið varið né
hversu þeim var tekið, en sennilega hafa menn brugðizt
vel við þeim, því að annálsritarinn getur þess að lokum,
að biskup hafi aflað „stórpeninga“ í för sinni um Austur-
og Norðurland veturinn 1418-1419 „sem oftar“. Fráleitt
hefur hann aflað þessa fjár með harðræðum og kúgun.
Þar hefur lipurð hans og lagni ráðið miklu og það seið-
magn, sem hann virðist hafa verið gæddur. Til þess benda
og önnur gögn, er fjárafla hans varða.
Einna merkilegast er þar bréf, gert í Skálholti 5. nóv.
1415.x) Með bréfi þessu gaf Oddur lögmaður Þórðarson
sig í próventu til Árna biskups, með þeim skilmála, að
hann gaf biskupinum „alla þá peninga fasta og lausa, sem
hann átti, í minna hlut og meira og hann mátti fremst með
lögum gefa“. Venjulega voru það ekki aðrir en gamal-
menni eða fatlað fólk, er ekki gat séð fyrir sér sjálft, er
gerðist próventufólk, en hér gaf sjálfur lögmaðurinn sig
til þess, stórættaður maður og stórríkur. Oddur átti niðja
á lífi, og hann hefur ekki verið orðinn neitt gamalmenni
um þær mundir. Hann lifði lengi eftir þetta, með vissu
fram til 1438,1 2) e. t. v. allt til 1440 eða lengur,3) og lög-
maður var hann eftir þetta, enda mun próventusamning-
ur þessi hafa gengið til baka, er Árni biskup fór af landi
burt. 1 próventubréfum voru oftast sett ýmis skilyrði af
hálfu þess, er í próventuna gekk, um aðbúð hans í vistinni
hjá þeim, sem próventuna tók, og tillög hans. Oddur lög-
maður setti engin þess konar skilyrði. Hann lagði það allt
í vald biskups. Þetta er alveg einstætt dæmi, er litið er til
allra atvika. Mér virðist varla hægt að skýra það á annan
1) Dipl. isl. III., nr. 541.
2) Dipl. isl. IV., nr. 563.
3) Dipl. isl. IV., nr. 659.