Skírnir - 01.01.1948, Side 90
88
Ólafur Lárusson
Skírnir
veg en þann, að Oddur hafi orðið svo hrifinn af Árna bisk-
upi og fengið svo mikinn persónulegan þokka og traust á
honum, að hann hafi viljað eiga allt sitt ráð undir forsjá
hans.
Eitthvað svipað virðist hafa ráðið viðskiptum biskups
og Ingunnar nokkurrar Gunnarsdóttur. Ingunn þessi var
íslenzk kona. Um ætt hennar er það eitt kunnugt, að hún
stóð til erfða eftir Gunnar Eyjólfsson í Auðbrekku í Hörg-
árdal, en var þó ekki dóttir hans,1) og má vera, að hún
hafi verið dóttir Gunnars Péturssonar er einnig hafði átt
Auðbrekku og búið þar. Ingunn var vel efnum búin. Átti
hún m. a. höfuðbólið Hvalsnes í Rosmhvalaneshreppi. Mað-
ur hennar hét Jóhannes Arviðsson, og bendir nafn hans
til þess, að hann hafi verið útlendur maður. Hinn 19. júlí
1415, einum þremur vikum eftir að Árni biskup kom til
biskupsstóls síns, var Ingunn stödd í Skálholti, og gaf hún
þá Árna biskupi fullt eignarumboð sitt yfir Hvalsnesi „og
yfir öllu öðru sínu góssi, í lausu og föstu, í fríðu og ófríðu,
meður erfðum og óðulum eður umboðum á sína vegna eður
sinna frænda kann með lögum undir hana að bera á Is-
landi eður öðrum stað. Undirbatt hún sig það allt halda
og hafa óbrigðilega, sem hann gerir löglegt í þessu hennar
umboði, sem hún sjálf gerði“.2) Ingunn fékk biskupi með
þessu fullt forræði yfir öllum fjármálum sínum, án nokk-
urra skilyrða eða takmarkana, og neytti Árni biskup þess.
Hann gaf Helga Guðnasyni, systursyni sínum, höfuðból
Ingunnar, Hvalsnes.3) Að vísu mun hann hafa fengið sér-
stakt samþykki Ingunnar til þess að taka jörðina undir
sig og lofað henni um leið að greiða skuld hennar við er-
lendan kaupmann, Hermann langa að nafni, og greitt skuld
þessa a. m. k. að nokkru,4) en það samþykki sýnist hann
hafa fengið eftir að Ingunn hafði gefið honum hið víðtæka
umboð sitt.
1) Dipl. isl. III., nr. 589.
2) Dipl. isl. III., nr. 637.
3) Dipl. isl. IV., nr. 692, 593, 599.
4) Dipl. isl. IV., nr. 594, 595, 598.