Skírnir - 01.01.1948, Page 91
Skírnir
Árni biskup Ólafsson
89
Fleiri dæmi eru þess, að menn hafi fengið Árna biskupi
í hendur eignir sínar til ráðstöfunar að hans eigin vild.
Þorkell nokkur Magnússon handlagði honum jörðina Bakka
í Bæjarþingum í Borgarfirði (Hvítárbakka) og Kolbeinn
Þorgilsson jörðina Þingnes.1) Hjónin Styr Snorrason og
Þuríður Jónsdóttir fengu honum jarðirnar Hof og Efri-
Tungu (Kárdalstungu) í Vatnsdal, samtals 80 hundruð,
til ævinlegrar eignar, „af að gera hvað oss líkaði“, og seldi
biskup svo Halli nokkrum Þorgrímssyni jarðir þessar.2)
Eru öll þessi viðskipti næsta óvenjuleg og minna á það, er
menn í öðrum löndum á miðöldum gáfu sig undir vald og
vernd sér voldugri manna og létu þeim jarðeignir sínar
í té í staðinn. Slíks gætir annars mjög lítið hér á landi
nema í próventusamningum. En í öllu falli er þetta vottur
þess, hversu mikinn áhrifamátt Árni biskup hefur haft.
Þess má geta, að þeir Kolbeinn og Þorkell voru báðir í för
með biskupi vestur á Reykhólum sumarið 1416,3) hvort
sem það er svo að skilja, að þeir hafi gerzt hans menn í
sambandi við þessi jarðaafsöl þeirra.
Árni biskup hafði það forræði yfir kirknaeignum í bisk-
upsdæmi sínu, sem biskupi bar að lögum. Heimildir hafa
geymzt um tvær þess konar ráðstafanir Árna biskups. 1
hvort tveggja skiptið hefur hann blandað saman fjármál-
um sjálfs sín og kirknanna með þeim hætti, að eftirmönn-
um hans þótti kirkjurnar hafa borið skarðan hlut frá
borði í þeim viðskiptum.
Á Alþingi 1418 keypti hann Snóksdal í Miðdölum af
Guðna Oddssyni. Lét hann í staðinn jörðina Hamrenda í
sömu sveit. Hamrendar voru eign Hjarðarholtskirkju í
Laxárdal, og getur biskup þess í kaupbréfinu og hver gef-
ið hafi kirkjunni jörðina, en talar þó að öðrum þræði svo
sem hún sé einkaeign sín. Hann segist hafa selt Guðna
„vora jörð, er heitir Hamrendar, . . . með öllum þeim
1) Dipl. isl. IV., nr. 313.
2) Dipl. isl. IV., nr. 308.
3) Dipl. isl. IV., nr. 349.