Skírnir - 01.01.1948, Side 95
Skírnir
Árni biskup Ólafsson
93
sætta þeirra Lofts, og rausnarleg gjöf var það, er hann
gaf Helga Guðnasyni Hvalsnes. Þá fórst honum og höfð-
inglega við einn sveina sinna, Finnboga Jónsson, er síðar
var nefndur hinn gamli og Langsætt er frá komin. Finn-
bogi skuldaði honum 60 hundruð, og gaf biskup honum
skuld þessa eftir „af því hann hefur blifið í voru fullu og
öllu minni, svo að oss vel ánægir".1) Áður er þess getið,
hversu óspar hann var á fé til að bæta biskupsstólinn og
auðga hann að góðum gripum. Þá má og ætla, að biskup
hafi haldið sig vel og ríkmannlega bæði á ferðum sínum
um landið og heima á stólnum. Það hafa sjálfsagt mörg
vegleg samsæti verið haldin í Skálholti um hans daga og
bollinn Gestumblíður og stéttarkerið mikla gengið milli
manna. Þar hefur oft verið glatt á hjalla, biskupinn sjálf-
ur verið hrókur alls fagnaðar og sagt ýmiss konar sögur
frá dvöl sinni og ferðum í öðrum löndum. Trúlegt þykir
mér, að sagan um biskupinn, sem varð svo „galinn af
víni“ suður í Flórenz, meðan Árni biskup dvaldist þar,2)
að 12 menn gátu varla bundið hann, hafi verið sögð yfir
skál í einhverri veizlu biskups í Skálholti, og við eitt tæki-
færi getum vér enn gægzt inn í slíkan mannfögnuð í Stóru-
stofunni í Skálholti, er biskup „hélt á einni skál og drakk
Helga (frænda sínum) ölið til“, og lýsti því yfir, að hann
gæfi honum Hvalsnes til fullrar eignar.3)
Hinum veraldarvana manni, Árna biskupi, er svo víða
hafði farið, séð lönd og siðu margra þjóða og verið með
tignum mönnum, hefur sennilega virzt sumir landar sínir
vera nokkuð miklir heimalningar og furðu trúgjarnir á
það, sem þeim var sagt frá furðum annarra landa. Þetta
hefur freistað hans til að segja þeim ýmsar kynjasögur
frá útlöndum, og höfundur Nýja annáls hefur svo í ein-
feldni hjarta síns bókfært sumar þeirra í annál sínum.
Eitt af því er sagan af Finninum Feðmingi, er lá úti í
1) Dipl. isl. IV., nr. 329.
2) Nýi annáll (1413).
3) Dipl. isl. IV., nr. 592.