Skírnir - 01.01.1948, Síða 96
94
Ólafur Lárusson
Skírnir
bjargskoru á Hálogalandi heil þrjú ár sem dauður væri,
en reis síðan upp og lifði mörg ár eftir það.1 2) Þá er það
og haft eftir biskupi, að hann hafi, „í þeim stað, er Affrica
heitir“, séð hjaltið af sverði Sigurðar Fáfnisbana, og
mældist honum það tíu fóta langt, en klótið (sverðshnapp-
urinn), sem var úr kopar, hafi tekið eina spönn aftur af.
Þar er hann einnig sagður hafa séð tönn, sem sögð hafi
verið úr Starkaði hinum gamla. Var hún þverar handar
á lengd og breidd fyrir utan það, sem í holdinu hafði stað-
ið.2) Þessar sagnir eru merkilegar að því leyti, að þær
sýna, að þessi víðförli íslendingur hefur enn staðið föst-
um fótum í hinni íslenzku fortíð, þrátt fyrir langdvalir
hans erlendis. Hann hefur ekki verið búinn að gleyma
sögunum, sem hann hafði heyrt eða lesið í æsku sinni. Sig-
urður Fáfnisbani og Starkaður gamli og margar forn-
aldarhetjur aðrar hafa enn verið honum hugstæðar.
Síra Jón Egilsson segir, að Árni biskup hafi verið meiri
listamaður en aðrir biskupar, bæði fyrir hann og eftir, og
segir hann því til sönnunar sögur af því, hversu vel bisk-
up var sundfær. Hann hafi eitt sinn synt með mann milli
hamra í Skálholti á ferjustaðnum á Hvítá, og annað sinn
synt yfir ána á sama stað og bundið þá hest við fót sinn.3)
Hvort sem sögur þessar eru sannar eða eigi, þá eiga þær
sér væntanlega þær rætur, að biskup hafi verið óvenju-
lega vel íþróttum búinn. Það hefur verið einn þátturinn í
glæsimennsku hans.
Hagur Árna biskups virðist hafa staðið með miklum
blóma hér á landi. Hann fór með öll hin æðstu völd í land-
inu, hafði mikið um sig og margvíslegan fjárafla og naut
vinsælda og aðdáunar landsmanna. En þessa naut hann
þó ekki lengi. Sumarið 1419 brá hann til utanferðar, og
mun hann aldrei hafa komið til Islands eftir það. Þótt
ótrúlegt megi virðast, munu fjárhagsvandræði hans öðru
1) Nýi annáll (1403).
2) Nýi annáll (1405).
3) Safn til sögu íslands I., bls. 34.