Skírnir - 01.01.1948, Side 98
96
Ólafur Lárusson
Skírnir
skulda konungi 3000 góða, fullvegtuga, gamla enska nobila
í afgjöld af íslandi um sjö ára skeið. Þessi upphæð er þó
aðeins áætlunarupphæð, því að það er tekið fram í bréf-
inu, að ef svo reynist, að tekjur konungs af landinu hafi
verið meiri en þessari upphæð nemi, þá skuli honum greidd
sú upphæð að skaðlausu, en það skuli á hinn bóginn koma
biskupi til góða, ef þær reynast lægri. Biskup lofar að
greiða skuld sína innan eins árs frá Mikaelsmessu næst-
komandi að telja, og tóku fimm menn á sig að ábyrgjast
greiðslu hennar. Voru það þeir norsku biskuparnir, Áslák-
ur í Björgvin og Andbjörn á Hamri, og þrír Danir, Jönis
Jakobsson, prófastur í Hróarskeldu, og aðalsmennirnir
Andrés Jakobsson og Benedikt Pogvisk. Biskup lofaði að
setjast að í Björgvin og fara eigi úr þeim bæ án samþykkis
ábyrgðarmannanna, fyrr en skuldin væri greidd.
Af bréfi þessu má draga ýmsar eftirtektarverðar upp-
lýsingar.
Það sýnir fyrst og fremst, að Árni biskup hefur ekki
tekið landið á leigu af konungi, eins og sumir hirðstjórar
aðrir sýnast hafa gert, þ. e. hann hefur ekki átt að taka
til sín konungstekjurnar gegn því að greiða konungi upp-
hæð, sem ákveðin var fyrirfram og greidd skyldi, hvort
sem tekjurnar yrðu meiri eða minni. Hann hefur í þess
stað átt að gera reikning yfir allar tekjurnar og standa
skil á þeim gegn einhverjum umboðslaunum.
í annan stað er það ljóst af bréfi þessu, að Árni biskup
hefur ekki gert upp neina reikninga yfir fjárreiður hirð-
stjóraembættisins í öll þau sjö ár, sem hann þá var búinn
að gegna því. Sýnir þetta, hversu ósýnt honum hefur ver-
ið um hirðusemi í fjársökum, og staðfestir það, sem áður
var sagt um það efni.
Þá sýnir bréfið það enn, að biskup hefur enn sem fyrr
verið vinsæll og þokkasæll. Mannhylli hans hefur verið
söm og áður. Fimm menn gerast til að ábyrgjast þessa
miklu skuld fyrir hann. útlendan manninn. Enginn þeirra
hefur verið honum vandabundinn. Þeir hljóta að hafa tek-