Skírnir - 01.01.1948, Page 101
Skírnir
Árni biskup Ólafsson
99
utanlands'1.1) Þetta er ekki ritað fyrr en um miðja 16. öld,
en líklegt þykir mér, að annálshöfundurinn, síra Gott-
skálk Jónsson, hafi stuðzt við eldri heimild ritaða. Þó er
varla hægt að taka þessa frásögu trúanlega fyrirvara-
laust. Dánarár biskups er sennilega ekki rétt hermt. Það
verður að teljast ólíklegt, að biskupsembættið í Skálholti
hefði staðið óveitt í sex ár. Sé það rétt, að „kongs hof-
menn“ hafi verið valdir að dauða hans, þá bendir það til
þess, að hann hafi verið kominn til konungshirðarinnar
og máske dregizt þar inn í einhverja flokkadrætti og bak-
að sér reiði einhverra hirðgæðinga konungs, er svo hefðu
séð sér tækifæri til að ryðja honum úr vegi. Og hver veit
nema skjólstæðingur Eiríks konungs, hinn afsetti erki-
biskup frá Uppsölum og væntanlegi Skálholtsbiskup Jón
Gerreksson, hafi verið eitthvað við það mál riðinn. En
það er gagnslaust að gera sér nokkrar getgátur um það
mál. Aðalatriðið er það, að Árni biskup hverfur oss sjón-
um fyrir fullt og allt, er hann ritaði Marteini páfa bréf
sitt í Björgvin 10. sept. 1420.
Árni biskup hefur verið harla óvenjulegur maður og
hafið sig hátt yfir hversdagsmenn samtíðar sinnar og vak-
ið aðdáun þeirra með glæsimennsku sinni, gjörvileik og
mannkostum. Mannkosti hefur hann átt í ríkum mæli, ella
hefði hann eigi náð þeim vinsældum, sem hann hlaut.
Vegna þeirra hafa menn fyrirgefið honum galla hans, sem
einkum hafa verið fyrirhyggj uleysi hans og hirðuleysi.
Það er yfir honum blær renaissance-tímans og svipur af
mönnum þeirrar aldar, og trúlegt er, að meiri saga hefði
af honum gengið, ef hann hefði lifað nokkrum áratugum
síðar í einhverju því landi, þar sem vaxtarbrodd vestrænn-
ar menningar var þá að finna. í þess stað átti hann aðal-
starfssvið sitt í hinu fábreytta og kyrrstæða þjóðlífi 15.
aldarinnar hér á landi, svo að hæfileika hans sá lítinn stað
eftir hans dag. Honum var ekki léð það, að marka nein
spor í sögu þjóðar sinnar.
rj*
1) Isl. Annaler, bls. 369.