Skírnir - 01.01.1948, Side 103
Skírnir
Um kínverskar fornbókmenntir
101
eru eignaðar, er sí og æ vitnað til löngu liðinna tíma. Hann
telur tvö af hinum fornu helgiritum, Ljóðaritið og Sögu-
ritið, vera sérstaklega verðmæt. Hann telur það nauðsyn-
legt, að lærisveinar sínir séu vel heima í þessum ritum
báðum.
Kung-tzu hafði miklar mætur á hljómlist, og fyrir sið-
fræðikenningar sínar er hann frægur um heim allan.
Sennilega hefur hann mótað siðferði og hátterni fleiri
manna en nokkur annar af siðspekingum mannkynsins.
Sagan segir, að um skeið hafi 3000 lærisveinar hlustað
á fræðslu hans samtímis. Kennslan fór fram í samræðum
við lærisveinana, og hann ætlaðist til, að menn gerðu sér
mikið far um að hugsa sjálfir. „Ekki lýk ég upp sannleik-
anum fyrir mönnum, sem ekki þyrstir í þekkingu. Þegar
ég hef bent á eitt horn hlutarins, vænti ég þess, að læri-
sveinar mínir finni sjálfir hin hornin þrjú.“ Þessi orð eru
Kung-tzu eignuð. Væri ekki fjarri sanni, að lærisveinar
hans hafi fundið hin hornin þrjú þannig, að þeir hafi mót-
að bókmenntir stefnunnar að mjög miklu leyti.
Annað kemur einnig til greina, er menn vilja gera sér
grein fyrir einkennum þessara bókmennta. Það var upp-
lausn í þjóðfélagi þeirra tíma. Kung-tzu varð að flýja frá
Lú til ríkisins Tzu. Þar vann hann að bókmenntarann-
sóknum. En síðar fékk hann embætti borgarstjóra í borg-
inni Chung-Tú í föðurlandi sínu, Lú. Stjórnaði hann með
svo miklum ágætum, að það vakti aðdáun þjóðhöfðingj-
ans. Síðar varð hann dómari í Lú, og segir sagan, að rík-
inu hafi farið mjög mikið fram á þeim tíma, og hafi þetta
vakið öfund hinna smáríkjanna. Hann fór til þeirra og
bauð þeim aðstoð sína, en víðast hvar voru viðtökurnar
ekki góðar. Talið er, að hann hafi ferðazt víða í Norður-
Kína og jafnan hafi nokkrir hinna tryggustu lærisveina
hans fylgt honum. Kunnastir þeirra eru An-tzu og Tzu-
Kung. En meistarinn sjálfur varð fyrir miklum vonbrigð-
um. Hann huggaði sig með köllun sinni: „Himinninn
hefur kallað mig, og mikilmennið missir ekki kjarkinn,
þótt mörgum hindrunum mæti.“ En þessi reynsla hans