Skírnir - 01.01.1948, Page 105
Skírnir
Um kínverskar fornbókmenntir
10S
varð þess valdandi, að hann lagði mikla áherzlu á rétta
ríkisstjórn, rétta siði gagnvart mönnum og rétta helgisiði
gagnvart öndum forfeðranna. Bókmenntirnar bera ótví-
rætt vitni um þetta. Kerfi Kung-tzu er mótað af ‘orþodoxi’,
réttri hugsun í siðferðismálum og stjórnmálum.
Áhrif Kung-tzu á fornbókmenntir Kínverja eru þrenns
konar. f fyrsta lagi safnar hann fornritunum, sem til voru
fyrir hans daga, og mótar þau að meira eða minna leyti.
f öðru lagi semur hann sjálfur nýtt rit, „Vor- og haust-
annálana“. í þriðja lagi gefur hann lærisveinum sínum
margar hugmyndir til samningar nýrra rita. Hann er
meistari, þeir eru lærisveinar.
Ekki eru vísindamenn í kínverskum fræðum á einu máli
um það, að hve miklu leyti Kung-tzu hafi breytt þeim
fornritum, sem til voru fyrir hans daga. Telja sumir, að
hann hafi breytt þeim mjög mikið og jafnvel fellt inn í
þau heila kafla til þess að varpa enn meiri ljóma yfir forn-
öldina en upphaflega var að finna í þessum ritum. Auð-
vitað er ekki kleift að skera úr þessu með vissu. En með
því að Kung-tzu var að mörgu leyti íhaldsamur og þekk-
ing á fornritunum mun hafa verið mjög útbreidd meðal
lærisveina hans, virðist mér ekki ástæða til að ætla, að
hann muni hafa hróflað mikið við sjálfum textum forn-
ritanna. Þegar hann beitir gagnrýni gegn fyrri tíðar
mönnum, er sú gagnrýni siðferðileg. T. d. segir hann um
þann keisara, sem felldi úr gildi þann sið að fórna mönn-
um við jarðarfarir, að ekki hafi þessi keisari verið gæfu-
maður. Hér lætur Kung-tzu í Ijós þá skoðun, að ekki sé
það gæfumerki, að hrófla við gömlum sið. Þó verður að
geta þess, að ekkert er í ritum hans, er bendi á, að hann
vilji taka þe-nnan sið upp aftur.
Annað mál er það, að hann kann að hafa talið sum forn-
rit þýðingarlítil og ekki tekið þau inn í ritasafn sitt, og
má vera, að sum fornrit hafi liðið undir lok af þeim sök-
um. Og hvað Lí-chí snertir, en það er lang-viðamesta rit-
safnið í hinum fimm helgiritum, þá eru þar ritverk, sem
til eru orðin á ýmsum öldum, og þar á meðal tvær kunn-