Skírnir - 01.01.1948, Page 107
Skírnir
Um kínverskar fornbókmenntir
105
af þeira bókmenntum, sem til voru fyrir daga Kung-tzu,
sé frá tímabili Chou-keisaranna, sem nú er talið að hafi
setzt að völdum árið 1051 f. Kr. (í stað 1122 áður). En
sumt af bókmenntunum hefur þó sennilega orðið til á
tímabilinu þar á undan, þ. e. á dögum Shang-keisaranna,
sem vér verðum þá að telja frá 1766 til 1052 f. Kr.
II.
Hér skal nú gerð grein fyrir skiptingu hinna kínversku
fornbókmennta, sem eru viðurkenndar helztu bækur Kung-
tzu-stefnunnar og helgirit hennar, og þar með kínversku
þjóðarinnar.
Fyrst eru helgiritin fimm, Wú-ching. Ching er ekki not-
að um venjulega bók, heldur um helga bók, t. d. Sheng-
ching, Heilög Ritning.
1. Shú-ching, helgirit sögunnar.
2. Yí-ching, helgirit breytinganna, þ. e. um spádóma.
3. Shih-ching, helgirit ljóðanna.
4. Lí-chí, helgisiðabókin.
5. Hsíao-ching, helgiritið um sonarskylduna.
Þetta er sú skipting, sem Kínverjar nota, og Legge,
ásamt mörgum öðrum Kínafræðingum. En auk þessara
helgirita eru bækurnar fjórar, Shih shú, en shú er not-
að um venjulega bók. Eru þessar fjórar bækur sem hér
segir:
1. Ta-hsioh, hinn mikli lærdómur.
2. Lung-nú, ritabrotin, venjulega kölluð Analects.
3. Chung-yung, kenningin um jafnvægi og samræmi,
oft kölluð kenningin um „meðalveginn".
4. Meng-tzu, rit heimspekingsins Meng-tzu (Menciusar).
Chun-chiu, vor- og haust-annálarnir.
Hér ber þess að gæta, að sumir telja þessa síðastnefndu
bók með helgiritunum, eins og t. d. Reichelt, en þá sleppir
hann Hsíao-ching í upptalningu helgiritanna fimm. En
Chun-chiu hefur ekki verið helgirit á dögum Kung-tzu,
því að hann færði hana í letur síðustu æviár sín. Og það