Skírnir - 01.01.1948, Page 109
Skírnir
Um kínverskar fornbókmenntir
107
í hinum miklu bókabrennum keisarans hafa eflaust
glatazt mörg fornrit. En þó voru nokkur eintök af helgi-
ritunum og bókunum fjórum varðveitt, og síðar bjargað.
Frá þessu tímabili er mismunur á textaútgáfunum. Er
þar bæði um efnismun og lengdarmun á texta að ræða.
Þegar Shih-hwang-tí féll frá, missti ætt hans völdin, og
Han-keisararnir tóku við. Þeir höfðu bókmenntir mjög í
hávegum, og tímabil það, er þeir fóru með völd, er mesta
blómatímabil í sögu Kínverja. Ný lönd voru lögð undir
ríkið, en þó mega menn ekki hugsa sér ríkið jafn-víðáttu-
mikið og það er nú. Pappírsgerð hófst einnig á þessu tíma-
bili. Margar aðrar menningarframfarir urðu þá á mörg-
um sviðum.
Bókabrennur keisarans urðu því valdandi, að hann
hefur upp skorið fyrirlitningu allra síðari alda, þrátt
fyrir mikla stjórnarhæfileika. Verið getur og, að öll þau
hundruð þúsunda, sem hann setti í þrælkunarvinnu við
múrinn, hafi eftirlátið endurminningar í huga þjóðarinn-
ar. Það hefur vafalaust verið stórkostleg „hreinsun“, sem
þá var framkvæmd.
í þessu sambandi má minnast á þann lærisvein Kung-
tzu, sem mesta frægð hefur hlotið næst eftir meistaran-
um sjálfum, en það var heimspekingurinn Meng-tzu (Men-
cius). Hugsjónir hans hlutu að vera hættulegar einveld-
inu. Hjá honum hittum vér fyrir kenninguna um að þjóð-
höfðinginn eigi að vera þjónn lýðsins og efla velferð þegn-
anna, en sams konar kenningu flutti fræðslustefnan í
Evrópu á 18. öld. Jafnvel nú á dögum er þessi heimspek-
ingur ein af aðalheimildum Kínverja um frjálst lýðræði.
Hann flytur einnig hina bjartsýnu kenningu um ágæti
hins mannlega eðlis. „Eins og vatnið rennur alls staðar
niður á við, eins hallast hjarta mannsins ávallt að hinu
góða.“ Meng-tzu fæddist árið 371 f. Kr., og þess vegna
hefur hann auðvitað ekki getað hlustað á Kung-tzu sjálf-
an. En hann hefur þó hlotið þann heiður að vera talinn
fremsti lærisveinn hans.
Annar frægur hugsuður frá fornöldinni, sem að mörgu