Skírnir - 01.01.1948, Síða 110
108
Jóhann Hannesson
Skírnir
leyti ristir dýpra en þessir meistarar báðir, er Mo-tí.
Hann boðar kærleika gagnvart náunganum og ritaði bók
um hinn almenna, óeigingjarna kærleika og aðra bók gegn
styrjöldum. Það er þess vegna mikil fáfræði að ganga
fram hjá þessum hugsuði, er menn vilja gera samanburð
á kenningum kristindómsins og kenningum hins bezta í
kínverskum bókmenntum og heimspeki.
Vér finnum einnig fulltrúa eigingirninnar, en sá heitir
Yang Cltiu. Hann er fulltrúi hamingjuhyggjunnar í kín-
verskri heimspeki. Fremsti fræðimaður Kínverja nú á
dögum varðandi kínverskar bókmenntir og heimspeki er
Hú Shih. Telur hann Lao-tzu. Kung-tzu og Mo-tí vera
fremstu heimspekinga Kínverja.
Ekki má hér gleyma fremsta söguritara Kínverja, en
það var Szu-ma Chien. Hann hefur fært í letur mjög mik-
ið af sögulegum heimildum, fyrst og fremst frá því tíma-
bili, sem hann lifði á, þ. e. rúmri öld f. Kr. Hann lýsir
Han-tímabilinu mjög vel, en rit hans hafa einnig mikið
bókmenntasögulegt gildi, með því að hann greinir oft frá
þeim fornritum, sem voru til fyrir hans daga. Nálega all-
ir, sem rannsaka sögu hinnar kínversku fornaldar, verða
að byggja á heimildum hans. Hann greinir einnig frá því,
hvernig hin fornu helgirit voru endurfundin og gefin út
á ný eftir daga Shih-hwang-ti, og síðar voru þau letruð
á steintöflur.
Er stundir liðu fram, urðu margir frægir fyrir ritskýr-
ingar sínar, samstæðilega mótun og endurnýjaðan skiln-
ing hinna fornu fræða. Frægastur er Chú-tzu, sem safnaði
öllum kenningum Kung-tzu-stefnunnar í 66 bindi. Hann
er kaldur skynsemishyggjumaður, og eftir hans daga gæt-
ir hinnar trúrænu tilfinningar minna en áður.
Annar frægur ritskýrandi er Wang Yang-min. Hann
er fæddur 1472 e. Kr. Rit hans hafa nú aftur tekið að
breiðast út og hafa mikil áhrif, bæði í Kína, Kóreu og
Japan. Meira að segja hafa menn í Evrópu og Ameríku
tekið að kynna sér skoðanir hans. Hjá honum er að finna
þróttmikla, trúræna hugsun og athafnaþrá, og hann sam-