Skírnir - 01.01.1948, Page 111
Skírnir
Um kínverskar fornbókmenntir
109
hæfir kerfi sitt Tao-stefnu og Búddha-stefnu. Þetta er al-
gerlega í samræmi við anda þeirrar tilhneigingar til trúar-
bragðablöndunar, sem einkennir hin fjarlægu Austurlönd
nú á dögum. Wang Yang-min er talinn með helgum mönn-
um í Kína, þótt hann sé ekki í öðrum eins hávegum hafður
og Kung-tzu og Meng-tzu.
Kerfi Kung-tzu var um aldir viðurkennt trúarbragða-
og siðakerfi Kínverja. Það hafði mörg hin sömu einkenni,
sem vér finnum í kirkju miðaldanna í Evrópu. Yirðingin
fyrir hinu ytra valdi var afarmikil, nálega skilyrðislaus,
og embættismenn voru bæði veraldlegir og trúarlegir leið-
togar í senn. Sú áherzla, sem lögð var á sonarlega skyldu-
rækni, veitti kínverskri menningu mikla festu og seiglu.
Um upplausn á þessu volduga menningarkerfi er ekki að
ræða fyrr en í lok 19. aldar. Þá veikist trúin á Miðríkið,
hin forna heimsmynd leysist upp, kerfi Kung-tzu hættir
að vera ríkistrú. Menn taka að skilja, að þetta er allt orð-
ið á eftir tímanum í Kína. Með stjórnarbyltingunni hverfa
hin trúrænu áhrif Kung-tzu að miklu leyti; Sun Yat-sen
verður þjóðargoð, og hin fornu helgirit veroa ekkert ann-
að en bókmenntir, og miklu minni rækt lögð við þau en
áður. Nýjar fræðigreinar koma fram og taka meginþorra
námstímans hjá hinum ungu mönnum. Menn lesa nú að-
eins úrval úr hinum fornu ritum undir stúdentspróf til
þess að verða ekki með öllu ófróðir um bókmenntir sinn-
ar eigin þjóðar. Lærðir menn, sem hafa fullkomna klass-
iska menntun í kínverskum fræðum, verða nú færri ár frá
ári. Þegar vér leitum að einkakennurum, þá er varla völ
á öðrum en gömlum mönnum, sem geta kennt hin fornu
fræði svo að viðunandi sé. Hin yngri kynslóð menntamann-
anna skilur ekki hinn forna hugsunarhátt nema að nokkru
leyti, og hún trúir ekki lengur á hann.
III.
Vér munum nú ræða nokkuð um aldur helgiritanna og
helztu einkenni þeirra. Með því að kynna oss þau, kom-