Skírnir - 01.01.1948, Side 112
110
Jóhann Hannesson
Skírnir
umst vér nálægt því, sem hefur myndað kjarnann í kín-
verskum bókmenntum og kínverskri hugsun.
Enginn efi mun vera á því, að öll helgiritin og bæk-
urnar fjórar, ásamt „Vor- og haust-annálunum“ munu til
orðin fyrir bókabrennur Shih-hwang-ti. Margar sannanir
eru fyrir því, bæði hinir mismunandi textar, saga Szu-ma
Chien og innri rök ritanna sjálfra. Lesandinn sér einnig
fljótt, að sum helgiritanna styðjast við hin, t. d. Hsíao-
ching og Lí-chí, sem bæði vitna til Shih-ching, sem er í
ljóðum. Þá er í hinum tveim fyrrnefndu ritum vitnað í við-
töl við meistarann eða kaflar tilfærðir úr ræðum hans.
Þetta gefur oss mjög greinilega bendingu um, að margt
sé þar fært í letur eftir hans daga í þessum helgiritum
báðum.
En þá vaknar spurningin: Hvert hinna helgiritanna er
elzt, og hvað verður ákveðið um aldur þeirra og afstöðu
þeirra hvers við annað?
Beinast liggur þá við að athuga fyrst Shú-ching, helgi-
rit sögunnar. Miklar líkur eru fyrir því, að það sé fært í
letur snemma á tímabili Chou-keisaranna, og sumir kafl-
ar þess greina frá viðburðum, sem gerast á þessu tíma-
bili og bera þess merki, að efnið sé fært í letur á þeim
tíma, sem höfundurinn lifir á. En þetta leiðir oss ekki
lengra aftur í tímann en til 1051, samkvæmt síðustu nið-
urstöðum í kínverskum tímareikningi. Á undan Chou voru
Shang-keisararnir (einnig kallaðir Yin), og eins og vér
höfum vikið að áður, hafa fornleifarannsóknir sannað, að
á því tímabili (1766-1051) hafi frásagnir um viðburði
verið færðar í letur. Þess vegna er ekki ástæða til að efast
um, að sumt af efni því, sem Shú-ching telur sig hafa frá
Shang-tímabilinu, sé í raun og veru saga eða annálar um
viðburði, sem gerzt hafa, og greini frá persónum, sem þá
voru uppi. En mikill meiri hluti Shú-ching telst, sam-
kvæmt henni sjálfri, vera frá þessum tímabilum, þ. e. 30
kaflar frá Chou og 11 kaflar frá Shang.
Eldra en Shang er Hsía-tímabilið, en frá þeim tíma telj-
ast 4 kaflar vera, og eru þeir allir stuttir. Almennt hefur