Skírnir - 01.01.1948, Side 113
Skírnir
Um kínverskar fornbókmenntir
111
þetta tímabil verið talið frá 2205 til 1767 f. Kr., og keisar-
arnir taldir 17. Af hinum 4 stuttu köflum verður einn að
teljast lýsing á viðburðum, sem höfundurinn telur að gerzt
hafi, áður en Hsía-keisaraættin náði völdum. Greinir þar
frá Yii keisara og athöfnum hans. Auðséð er, að hér er um
skáldskap að ræða, en ekki sögu; greinir þar frá járni,
löngu áður en járn var notað í Kína. En þar greinir einn-
ig frá vopnum úr tinnu, og bendir það á, að höfundi hafi
verið kunnugt um mjög frumstæð vopn. Stærð kínverska
ríkisins er einnig gerð allt of mikil á þessu tímabili. Hér
eru einnig ljóð, sem sennilega eru frá síðari tímum. Þó
kann hér að finnast sögulegur kjarni, t. d. þar sem greinir
frá hernaðaraðgerðum, sem einn keisaranna lét fram-
kvæma í refsingarskyni við stjörnufræðinga, sem höfðu
vanrækt skyldur sínar. Uppruni leturmyndanna fyrir
tíma Shang gefur oss ástæðu til að ætla, að einhver sögu-
legur kjarni kunni að hafa varðveitzt frá Hsía-tímabilinu.
Helgisagnir herma, að á undan Hsía hafi hinir frægu
„fímm keisarar“ farið með völd og ráðið að mestu leyti
fram úr nálega öllum vandamálum, þar á meðal því, sem
alltaf endurtekur sig í Kína, vatnsflóðum og eyðilegging-
um af völdum þeirra. Fyrstu 4 kaflarnir í Shú-ching verða
því að teljast hreinar helgisagnir, og ómögulegt að ákveða
aldur þeirra.
Vér getum því ekki gert ráð fyrir því, að um sögu-
kjarna sé að ræða fyrr en á tímabili Shang-keisaranna.
Og núverandi mynd Shú-ching mun ekki vera eldri en frá
Chou-tímabilinu.
Og þó er Shú-ching ekki saga í þeirri merkingu, sem
vér leggjum í þetta orð. Þar eru ræður um siðferðismál,
fórnir, ávörp og fyrirskipanir, ræður haldnar á alvarleg-
um tímamótum, frásagnir frá styrjöldum, sigrum og
mörgu öðru. Ætla mætti, þegar litið er á efnið, að mjög
miklu sögulegu hafi verið sleppt, er gengið var frá þessu
helgiriti, en því haldið, sem hafði mest gildi fyrir siðferði
manna, og því, sem varpaði mestum ljóma yfir fornöld-
ina. Yfirleitt er blærinn miklu heimspekilegri en vér vænt-