Skírnir - 01.01.1948, Síða 115
Skírnir
Um kínverskar fornbókmenntir
113
eðlis. Mörg hinna ljóðanna geyma einnig trúrænar hug-
myndir og lýsa trúrænum athöfnum.
Ljóðagerð hefur jafnan verið í hávegum höfð í Kína og
var skyldunámsgrein í hinum forna skóla allt fram á þessa
öld. Á tímum Chou-keisaranna virðist hljóðfærasláttur
einnig hafa verið á háu stigi. Kung-tzu talar mikið um
hljómlist og hafði á henni miklar mætur. Honum fannst
sá maður, sem ekki hafði kynnt sér Shih-ching, hefði ekki
tileinkað sér siðmenningu.
1 Ijóðunum er mikill hugmyndaauður, og þau bera vitni
um listræna tilfinningu á háu stigi. Kínversku skáldin
hafa næmt auga fyrir fegurð náttúrunnar. Þau yrkja um
fugla og blóm, um mannkosti þjóðhöfðingjanna og tilfinn-
ingar hins mannlega hjarta.
Margs konar heimildir benda til þess, að til hafi verið
mikill fjöldi ljóða á dögum Kung-tzu, og halda sumir, að
hann hafi valið úr þeim, svo að ekki hafi orðið eftir nema
um þrjú hundruð ljóð. Legge telur þetta ósennilegt og
heldur því fram, að Shih-ching hafi verið komin í fast
form fyrir daga Kung-tzu, og að hann hafi annaðhvort
alls ekki breytt ljóðasafninu neitt eða mjög lítið. Hann
rökstyður þetta með því að benda á aðra kínverska höf-
unda frá þessum tíma, er vitna í Ijóð. Og við rannsókn
hefur hann fundið, að þau ljóð, sem vitnað er í, eru nálega
öll hin sömu, sem er að finna í Shih-ching. Ekkert bendir
til þess, að Kung-tzu hafi bætt nýjum ljóðum við eða hafi
sleppt ljóðum úr safninu, en margt bendir til þess, að
Kung-tzu hafi verið kunnugt um fastmótað Ijóðasafn með
þrjú hundruð ljóðum. Orð hans benda einnig til þess, að
hann hafi lagt mikla áherzlu á, að menn lærðu ljóðin utan-
bókar og skyldu verja miklum tíma til að syngja hin fornu
ljóð. Ekki er ástæða til að ætla, að nein ljóðanna hafi glat-
azt í bókabrennunum. Fyrirskipunin um að brenna hinar
fornu bækur var í gildi í 20-25 ár. En varðveizla ljóðanna
var auðveldari en annara bókmennta af því að margir
kunnu þau utanbókar.
8