Skírnir - 01.01.1948, Page 116
114
Jóhann Hannesson
Skirnir
Fjórir mismunandi textar hafa verið til af helgiriti ljóð-
anna. Bn það yrði of langt mál að gera grein fyrir þeim
hér. Kínverskir fræðimenn hafa samrýmt textana fyrir
ævalöngu, og það er ástæða til að ætla, að þeir hafi kom-
izt mjög nálægt hinum upprunalega texta. Hér kom það
einnig tii greina, að hljómlistarmenn og söngvarar hafa
getað varðveitt ljóðin, jafnvel þótt bókmenntafræðingarn-
ir hafi verið líflátnir.
Hvað höfunda snertir, þá má geta þess, að mörg ljóðin
eru eignuð hertoganum frá Chou. Hann er höfuðskáld
Forn-Kínverja. Annað stórskáld er Wú hertogi. Voru þeir
báðir uppi á Chou-tímabilinu.
Gamall formáli er fyrir Shih-ching. Ekki er unnt að
ákveða, hver hafi ritað hann, en líkur eru til, að hann hafi
fylgt helgiritinu frá tímabilinu fyrir daga Kung-tzu.
Forfeðratilbeiðsla mun hafa fylgt Kínverjum frá önd-
verðu, og í Ijóðunum er margt, sem sýnir oss, hvernig hún
hafi verið. Auðveldar þetta mjög samanburð við forfeðra-
trú nútímans í Kína. Æðstu valdamenn þjóðarinnar til-
báðu forfeður sína, og alþýða manna hefur vafalaust gert
það á öllum öldum.
Ljóðin greina frá tilbeiðslu himins og jarðar. Þau fjalla
ennfremur um fórnir, sem Shang-Tí, hinum æðsta guði,
voru færðar. Merkilegt er það einnig, að Shang-Tí, hinn
æðsti guð, er nefndur miklu oftar í helgiritum sögunnar
og Ijóðanna en í nokkrum öðrum fornritum kínverskum.
Er þetta meðal annars vottur þess, að þau séu elzt helgi-
ritanna. Á dögum Shih-hwang-tí er tekið að tigna nýja
guði, sem áður virðast aðeins hafa verið tignaðir í smá-
ríkinu Chin, þar sem hann var upp runninn. Má hér einn-
ig benda á niðurstöður hinna almennu trúarbragðavísinda
sl. tvo áratugi varðandi frumeingyðistrú (urmonotheism-
us), sem virðist vera eldri en ýmsar tegundir fjölgyðis-
trúar, þótt þessi trú sé í umhverfi, þar sem iðkaðir eru
töfrar og forfeðratrú. Engin ástæða finnst mér til að að-
hyllast skoðanir Reichelts, að Kung-tzu hafi haft nein
áhrif í eingyðistrúarátt. Hann var yfirleitt ekki trú-