Skírnir - 01.01.1948, Blaðsíða 117
Skírnir
Um kínverskar fornbókmenntir
115
hneigður. „Ég þekki ekki lífið, hvernig ætti ég þá að
þekkja dauðann?“ á hann að hafa svarað, er spurningin
um líf eftir þetta líf var lögð fyrir hann. En Kung-tzu
hefur að sumu leyti haft gagnstæð áhrif, með því að þræl-
binda menn við sonarlegar skyldur gagnvart hinum fram-
liðnu, með mörgum og dýrum fórnum og helgisiðum.
Keisarinn tilbiður hinn æðsta guð - Shang-Tí - tvisvar
á ári, um sumar- og vetrarsólhvörf, og ennfremur vor og
haust, vegna uppskerunnar. Kristnir menn nota nú nafn
Shang-Tí um Guð vorn, en Sheng er einnig notað, og ka-
þólska kirkjan notar heitið Tien-Chu (tien: himinn, chu:
herra).
Bæði hin framangreindu helgirit geta oft um hinn æðsta
guð, sem nefnist Shang-Tí, en þau nota einnig orðið tien,
himinn, þannig að engum getur blandazt hugur um, að
átt er við guðdóm. Ef til vill var andúð Shih-hwang-tí á
fornritunum meðfram sprottin af þeim guðshugmyndum,
sem þau geymdu. Hann lætur að minnsta kosti þessar hug-
myndir víkja fyrir trú á marga guði. Sennilega hefur ráð-
gjafi hans, Lí Szu, haft áhrif á keisarann bæði hvað bóka-
brennurnar og trúarbrögðin snerti. Kínverjar kenndu, að
til væru fimm frumefni, en þau voru málmur, eldur, viður,
vatn og mold. Hvert þessara frumefna fékk nú sinn guð.
Fimm er heilagri tala í Kína en sjö. Fimm voru fánalit-
irnir, og fimm þjóðflokkar voru viðurkenndir réttmætir
í ríkinu. Meðal þeirra voru þó ekki frumbyggjar landsins,
en um allar aldir hefur verið djúp haturs og fyrirlitning-
ar milli þeirra og Kínverja, og svo er enn.
Helgiritin Shú og Shih færa oss mikinn fróðleik um
fornöld Kínverja, sér í lagi Chou-tímabilið. Þessi fróðleik-
ur snertir listir, hátíðir, trúarbrögð og siðferðishugsjón-
ir, og síðast en ekki sízt bókmenntir, Ijóðagerð og mælsku-
snilld hinnar fornu menningarþjóðar.
Yí-ching, helgirit breytinganna, þ. e. spádómslistarinn-
ar og töfranna, var eina fræga fornritið, sem fann náð
fyrir augum Shih-hwang-tí og var undanþegið bókabrenn-
unni. Þetta hefur eflaust sínar ástæður. 1 augum Evrópu-
8*