Skírnir - 01.01.1948, Page 118
116
Jóhann Hannesson
Skírnir
manns lítur þetta út fyrir að vera það rit, sem hefur
minnst gildi. Oss virðist það hvorki hafa trúarlegt, sið-
ferðilegt né menningarlegt verðmæti fyrst í stað. En þeg-
ar nánar er aðgætt, má finna forna frumspeki á bak við
alla þá vélrænu og þurru töfra, sem það virðist innihalda.
Það voru töfraspádómarnir, sem allt ritið snýst um, er
björguðu því frá bókabrennunum.
Auðvelt er að sanna, að þetta rit hefur verið til fyrir
daga Kung-tzu. Og það er sennilega það rit, sem bezt er
varðveitt frá fornöldinni. Bókin skiptist í tvo meginhluta,
þ. e. textann sjálfan og eftirmála þá, sem fylgja henni.
Textinn sjálfur greinist svo aftur í tvo meginbálka, og
eru 30 greinar í hinum fyrri, en 34 í hinum síðari; alls er
textinn þannig í 64 greinum, og fjallar hver grein um eitt
sexlínuform (hexagram). Hvernig sexlínuformin eru til
orðin, skal skýrt síðar.
Eftirmálarnir eru í 7 meginköflum, og eru þeir yngri en
sjálfur textinn. Kínverskir fræðimenn telja þá vera eftir
Kung-tzu. Ekki er þó sennilegt, að svo sé. En þó munu
þeir vera frá því tímabili, sem hann lifði á, eða skömmu
eftir hans daga. 1 eftirmálanum finnast víða þessi orð:
„Meistarinn sagði“, en þau einkenna þær bókmenntir, sem
til urðu eftir daga Kung-tzu, sérstaklega þær, sem læri-
sveinar hans hafa fært í letur.
Fornritin greina frá því, að Kung-tzu hafi haft þetta
helgirit í hávegum, en þó virðist svo sem hann hafi ekki
tekið að kynna sér það fyrr en hann var orðinn aldraður.
Þessi orð eru höfð eftir honum: „Ef nokkrum árum væri
bætt við ævi mína, mundi ég verja 50 af þeim til þess að
rannsaka Yí, og gæti þá komizt hjá því að lenda í mikilli
villu.“ Þessi orð koma þó ekki heim við hinn raunsæja anda
Kung-tzu, þar sem efni Yí-ching er að mestu leyti frum-
speki og töfraspádómar. Szu-ma Chien bætir því við, að
Kung-tzu hafi ekki fengið mætur á þessu helgiriti fyrr en
síðustu ár ævi sinnar. Mætti ef til vill geta þess til, að þau
vonbrigði, sem hann varð fyrir, hafi dregið huga hans að
töfrum og frumspeki. Legge telur eftirmálana vera frá